Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
að hvetja til örþrifaráða eins og greiðsluverkfalls - ykkur er ekki treyst lengur
Mánudagur, 4. maí 2009
Steingrímur segir að þótt það væri æskilegt að grípa til almennari aðgerða hafi stjórnvöld afar takmarkað svigrúm. Þess vegna hafi þau beint aðstoðinni að þeim verst settu, til að mynda í gegnum vaxtabótakerfið. Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um niðurfærslu skulda sem sé ekki nægilega hnitmiðuð aðgerð og kosti mörg hundruð milljarða. Slíkt myndi fara með stofnanir eins og Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina.
Steingrímur og Jóhanna - fyrir nokkrum vikum áttuð þið til svör og lausnir við öllu, skömmuðust og djöfluðust sem naut í flagi - hvar eru þau svör og lausnir nú ? ég er nokkuð viss um að þegar þið loksins opnið sagða kistu lausna þá kemur í ljós að hún er galtóm eins og þið sjálf
og eruð þið hissa á að almenningur sé að reyna að vernda fjölkyldu sína og kanski grípa til örþrifaráða
Varar við örþrifaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
flóttatilraunin misheppnaðist ?
Mánudagur, 4. maí 2009
Lögfræðingur Magnúsar, Benedikt Ólafsson, hélt því fram í héraðsdómi í síðustu viku að bankinn hefði gert samkomulag við Magnús um að hann þyrfti ekki að borga peninginn, þrátt fyrir sjálfskuldaábyrgðina. Hann segist hafa undir höndum tölvupósta milli Magnúsar við stjórnanda bankans sem staðfesti þetta.
Í úrskurðinum kemur einnig fram að þegar krafan um gjaldþrotaskipti barst dómnum átti Magnús lögheimili á Akureyri og því beri að ljúka meðferð kröfunnar fyrir dómi.
Mig grunar að flóttatilraunin hafi einmitt tekist
Fallist á gjaldþrotakröfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frávísun
Mánudagur, 4. maí 2009
Ákæran varðar skattahluta rannsóknarinnar sem hófst með húsleit í ágúst 2002.
getur ákæruvaldið endalaust verið með tak á fólki og haldið í einhverskonar gíslingu - er ekki best að sleppa takinu hér, þó fyrr hefði verið
Frávísunarkrafa í Baugsmáli tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Drengurinn var að fikta - var þetta ekki óhapp
Sunnudagur, 3. maí 2009
Pilturinn hafði verið að kveikja í púðurkellingum með friðarkerti en gleymt því við leikskólann.
Því setur mbl þetta svona gróft fram "Játaði íkveikju"
þessi fréttamennska svo oft óvægin
Játaði íkveikju í leikskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fjölgun íbúa og hafnaraðstaða - því ekki Húsavík ?
Sunnudagur, 3. maí 2009
Íbúum á Austurlandi gæti fjölgað um fimm til sex þúsund í kringum hugsanleg umsvif olíuiðnaðarins á Íslandi í framtíðinni. Þetta er mat Halldórs Jóhannssonar skipulagsráðgjafa. Þá horfir hann til þess að helmingur þeirra sem kæmu með einhverjum hætti að olíuiðnaði á landinu, starfsmenn og fjölskyldur þeirra, byggi fyrir austan; líklegast á Vopnafirði og Þórshöfn.
Það er búið að sýna fram á að Gunnólfssvík í Finnafirði er líklega eitt besta, ef ekki besta, hafnarstæði á norðurhveli jarðar. Þetta er geysilega góður staður. Ölduhæðin er lítil og aðdjúpt og víkin því tilvalin fyrir stórskipahöfn.
Ég sé fyrir mér að Húsavík gætil leitt bæði þessi atrið - þar er öll þjónusta til staðar ásamt skólum, heilsugæslu oþh, flugvöllur og hafnaraðstaða öll er ágæt, allavegana þarf ekki að gera miklar breitingar þar - okkur er gjarnt á að ana og eyða um efni fram - er ekki réttast að nota það sem til er - vegalengdir Húsavík, Gunnólfsvík > Drekasvæði er ekki það mikil að vert sé að byggja upp nýja höfn ásamt öllum þeim vega og mannvirkjaframkvæmdum sem því fylgja
Reynum að vera skinsöm
Íbúum fjölgi með olíunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup.
Laugardagur, 2. maí 2009
Málefni skipta háskólamenntaða meira máli en þá sem eru minna menntaðir. Hlutfall þeirra sem segja traust og trúverðugleika skipta þá mestu máli við val á flokki er hæst á meðal kjósenda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs en hlutfall þeirra sem segja að málefni skipti þá mestu máli er hæst á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins
Þetta er náttúrulega bara bull en hvað um það þá rigna yfir þóðfélagið kannanir úr öllum áttum en er einhver eða einhvejir að fara eftir þessu öllu saman, hver borgar þetta svo ?
Málefni og traust skiptu mestu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikil fækkun í lögreglunni
Laugardagur, 2. maí 2009
Fái embætti lögreglu höfuðborgarsvæðisins ekki fjárveitingu upp á rúmar 50 milljónir króna til að halda tuttugu lögreglumönnum, sem ráðnir voru tímabundið, innan sinna vébanda verða eftir um 290 lögreglumenn. Fyrir ári voru 347 lögreglumenn í starfi hjá embættinu.
Norðmenn eru sagðir nískir eða fara vel með, í Bergen búa um 250.000 manns - hvernig skildi þessu vera háttað þar ?
Mikil fækkun í lögreglunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Promens er helsta eign Atorku
Laugardagur, 2. maí 2009
Samkvæmt heimasíðu Atorku á félagið 79% í Promens sem rekur plastverksmiðjur í 20 löndum.
Eru allar eignir íslendinga hreinlega að þurkast út - miklir peningar sem hverfa eða skipta um eigendur
KPMG telur hlutafé í Promens verðlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
gangainnlögnum hefur fækkað mjög mikið
Laugardagur, 2. maí 2009
Ég get ekki fullyrt að þetta komi aldrei fyrir, en nú eru miklu minni líkur á því að fólk liggi fárveikt á göngunum, og ég held það sé orðið nánast óþekkt.
Gangainnlögn ? er þetta til í bókum ? niðurlæging í íslensku heilbrigðiskerfi, mannréttindabrot
Þetta vill ekki nokkur maður þurfa að lenda í
Engir liggja á ganginum á líknardeildum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að draga heimili og fjölskyldur á asnaeyrunum
Laugardagur, 2. maí 2009
Ríkisstjórnin hafi aðeins fáeinar vikur jafnvel aðeins fáa daga til að grípa til aðgerða. Hann segist ekki hvetja fólk til að hætta að borga af lánum sínum en viti að fjölmargir íhugi það. Ekki síst um þessar mundir þegar frysting lána rennur út.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra segir ríkisstjórnina meðvitaða um vanda heimilanna og hversu brýnt sé að bregðast við honum sem fyrst. Hér vinnum við öllum stundum að þessum brýnu málum. Það þarf enginn að efast um það. Við gerum okkur grein fyrir því að vinna þarf hratt og örugglega að öllum þessum málum sem framundan eru.
Það er nokkuð öruggt að þessi ríkisstjórn er ekki að vinna að þeim málum sem skipta fjölskyldur í landinu máli, heldur hefur hún verið dugleg að sinna sérhagsmunagæluverkefnum svo sem súludans, hreindýrakálf, ísland palestína, fjölgun listamanna á ríkisstyrkjum oþh afar mikilvægum þáttum
Loks þegar þeir rétta fram "fingurinn" (ekki hendina) þá verður það allt allt of seint - hér er hvorki þor né geta til að axla ábyrgðina og klára dæmið
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)