Fjölgun íbúa og hafnaraðstaða - því ekki Húsavík ?

Íbúum á Austurlandi gæti fjölgað um fimm til sex þúsund í kringum hugsanleg umsvif olíuiðnaðarins á Íslandi í framtíðinni. Þetta er mat Halldórs Jóhannssonar skipulagsráðgjafa. Þá horfir hann til þess að helmingur þeirra sem kæmu með einhverjum hætti að olíuiðnaði á landinu, starfsmenn og fjölskyldur þeirra, byggi fyrir austan; líklegast á Vopnafirði og Þórshöfn.

„Það er búið að sýna fram á að Gunnólfssvík í Finnafirði er líklega eitt besta, ef ekki besta, hafnarstæði á norðurhveli jarðar. Þetta er geysilega góður staður. Ölduhæðin er lítil og aðdjúpt og víkin því tilvalin fyrir stórskipahöfn.

Ég sé fyrir mér að Húsavík gætil leitt bæði þessi atrið - þar er öll þjónusta til staðar ásamt skólum, heilsugæslu oþh,  flugvöllur og hafnaraðstaða öll er ágæt, allavegana þarf ekki að gera miklar breitingar þar - okkur er gjarnt á að ana og eyða um efni fram  - er ekki réttast að nota það sem til er - vegalengdir Húsavík, Gunnólfsvík > Drekasvæði er ekki það mikil að vert sé að byggja upp nýja höfn ásamt öllum þeim vega og mannvirkjaframkvæmdum sem því fylgja

Reynum að vera skinsöm


mbl.is Íbúum fjölgi með olíunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband