Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Norðmenn sem fyrr andvígir inngöngu í Evrópusambandið
Mánudagur, 30. mars 2009
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Noregi eru 55% Norðmanna andvíg inngöngu í Evrópusambandið en einungis 33% því fylgjandi. The Wall Street Journal hefur eftir Heming Olausen, formanni Nei-hreyfingarinnar í Noregi, að hvorki hinir alþjóðlegu efnahagserfiðleikar né meintur áhugi Íslendinga á inngöngu í sambandið virðast hafa aukið fylgi þarlendra Evrópusambandssinna.
Held við ættum aðeins að staldra við og kíkja betur í kringum okkur áður en lengra er haldið - við önum allt of oft um ráð fram - hvernig væri að sýna smá þolimæði og bíða eftir að Norðmenn munstri sig inn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eignir LSR lækkuðu um 30 milljarða á síðasta ári - með ríkisábyrgð !!!!
Sunnudagur, 29. mars 2009
Eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins lækkuðu um 30 milljarða á síðasta ári, samkvæmt uppgjöri sjóðsins sem birt var í dag.
Sjóðurinn er með ríkisábyrgð og eru réttindi sjóðfélaga hans því varin gegn tapi, sem lendir þess í stað á skattgreiðendum.
Hvað réttlætir svona mismunun - ætti þessi sjóður ekki að lúta sömu lögmálum og aðrir sambærilegir sjóðir - hér hefur Ögmunudur nú ráðherra heldur betur sukkað á minn og þinn kostnað
http://visir.is/article/20090329/VIDSKIPTI06/210613124/-1
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Segir ummæli Davíðs ómakleg
Sunnudagur, 29. mars 2009
Það getur hver dæmt fyrir sig sem les þessa bók en mér finnst hún góð og að það hafi tekist mjög vel til.
Þannig á það líka að vera, hver og einn getur dæmt fyrir sig
http://visir.is/article/20090328/FRETTIR01/951248004/-1
Að mínu mati er þessi bók kjaftavaðall - en svari hver fyrir sig
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Biden biður mótmælendur um tækifæri
Laugardagur, 28. mars 2009
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, hvatti í dag mótmælendur sem mótmælt hafa fyrirhuguðum leiðtogafundi G20 ríkjanna, til að gefa yfirvöldum tækifæri til að finna leiðir út úr efnahagsvandanum.
þarf ekki fleiri orð
![]() |
Biden biður mótmælendur um tækifæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fámenn þjóð í harðbýlu landi þarf að standa saman.
Laugardagur, 28. mars 2009
Hann sagði að hamast hefði verið á flokknum. Sagt að flokkurinn hafi brugðist, sagt að sjálfstæðisstefnan hefði svikið. Við skulum ekki stja undir slíku tali lengur, sagði Bjarni. Hann sagði að það væri fásinna að halda því fram að sjálfsstæðisstefnan hefði orsakað hrunið.
Hann sagði að sjálfstæðismenn ættu að vera stoltir af sögu flokksins og því sem vel hefði verið gert. Sjálfsstæðisstefnan væri enn í fullu gildi. Trú og traust á þjóðina og landið. Hann sagði að gildi flokksins hefðu ekki breyst frá því flokkurinn hefði verið stofnaður fyrir áttatíu árum. Það fólk sem stofnaði sjálfstæðisflokkinn ól með sér von. [...] Von um bætt lífskjör og vonin um sjálfstæði Íslands var ekki sjálfgefin, sagði Bjarni. Við skulum hafa þetta hugfast. Það hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt nú að sjálfsstæðisstefnan verði höfð að leiðarljósi við stjórn landsins
Ekki neitt gert rangt af hálfu Sjálfstæðisflokksins ?
Bjarni sagði að frelsi án ábyrgðar og að frelsi á ábyrgð annarra heyrði sögunni til. Sátt næðist ekki nema þeir sem hefðu brotið af sér yrðu látnir svara fyrir gjörðir sínar.
Ég veit að Bjarni er strangheiðarlegur maður hann þarf samt að fara meira út til fólksins - nú sem aldrei fyrr er það bráðnauðsinlegt - það er aldrei of seint
Öll höfum við tilfinningar, drauma og þrár
![]() |
Verðum að halda í vonina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það stoðar lítt að sitja með hendur í skauti, það stoðar lítt að halda áfram á sömu brautinni eða treysta því að öll él birti upp um síðir
Laugardagur, 28. mars 2009
Við þurfum sjálf að skapa örlög okkar og leggja fram alla krafta okkar til að tryggja íslenskri þjóð trausta afkomu og bjarta framtíð. Hér þarf nýtt blóð, nýja sýn og nýjar áherslur. Kristján sagði að afleiðingar græðgi, ábyrgðarleysis og hroka skektu undirstöðu íslensks velferðarþjóðfélags sem byggt var upp undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ráðast þyrfti í gagngera endurskoðun á starfsháttum og samskiptum flokksins við félagsmenn sína og þjóðina alla. Að minni hyggju er veruleikinn einfaldlega sá að næstu árin þurfum við, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, að komast í gegnum alla erfiðleika af eigin íslenskum rammleik, með eigin útsjónarsemi og dugnaði, sagði Kristján.
Hann lagði áherslu á að mikilvægt væri að að til forystu í Sjálfstæðisflokknum veldist maður með víðtæka reynslu og þekkingu á atvinnulífi þjóðarinnar. Því flokkurinn á að vera þverskurður af þjóðinni, leiðtogi hans á að vera fastur fyrir og alþýðlegur, metnaðarfullur og víðsýnn, hann á að þekkja til lífskjara þeirrar þjóðar sem landið byggir og vita hvar hjartað slær
Ég er nokkuð sáttur við þessa framboðsræðu
Leiðtoginn á að vera fastur fyrir, alþýðlegur, metnaðarfullur og víðsýnn, hann á að þekkja til lífskjara þeirrar þjóðar sem landið byggir og vita hvar hjartað slær
![]() |
Þurfum nýtt sverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Opna flokkinn
Laugardagur, 28. mars 2009
það eiga allir pólitískir flokkar að vera opnir, leitt ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið lokaður, vissi það bara ekki fyrr en núna - hef samt grunað ýmislegt
Munið þið í Valhöll: Öll höfum við okkar þarfir og þrár, óháð þjóðfélagslegri stöðu, kyni, aldri, litarhátt osvfrv
![]() |
Þurfum að opna flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lofa skal vel unnin verk,
Laugardagur, 28. mars 2009
Reykjavík verðlaunuð fyrir frábæran árangur við hreinsun og endurreisn miðborgarinnar á síðastliðnu ári.
Svona er maður vitlaus - einhvernveginn hefur mér fundist niðurrif líklegri árangur
![]() |
Reykjavík verðlaunuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef kjósendum finnst Þorgerður Katrín hafa staðið sig undanfarinn ár og staða "okkar" landsmanna er ekki verri áður en hún komst til ábyrgðra, þá er sjálfsagt að styðja manneskjuna, en ef
Laugardagur, 28. mars 2009
Konur á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem Morgunblaðið hefur rætt við segjast vera áhyggjufullar yfir stöðu kvenna í flokknum.
Er þar nefnt að sá sem bíði ósigur í kjöri til formanns kunni að lýsa yfir framboði til varaformanns en varaformannskjör er strax að loknu formannskjöri á morgun.
Örfáir sem hafa verið svo heppnir að hafa bara þurft að ganga "beinu" brautina
Sorglegt að ef það á bara að kjósa konu af því að hún er kona en ekki að kjósa fólk af því starfi sem það hefur ástundað af einurð landsmönnum öllum til hagsældar
Nokkuð öruggt að þið þurfi ekki að hafa áhyggjur, flokksforustan sér til þessa að þessi kona Þorgerður Katrín fá "sitt" sæti innan flokksins
"rússnesk" innsetning
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað hafa þeir til brunns að bera
Föstudagur, 27. mars 2009
Nú eru miklar væringar framundan í þjóðmálum hér heima, við kanski sjáum hvert stefnir en það vantar ekki svörin, ráðin, lausnirnar eða hvað það heitir allt saman úr öllum áttum, miklir spekúlantar margir hverjir sitja á hinu háa alþingi og aðrir sem leggja "allt" undir til að komast þangað. Undrast oft hversu margir að okkar "ágætu" alþingisfóki hefur aldrei unnið nokkurn skapaðan hlut, kanski eitt sumar í unglingavinnu en lang stærsta hluta sinn eingöngu í kringum pólitikina, innan floksins, í ráðum, í nefndum en lítið eða ekki neitt með fólkinu í landinu, á sjó, í fisk, í vegavinnu, í byggingavinnu, í náttúrurækt, í ummönnunarstörfum
Hvaða lausn eða kanski frekar skilning hafa þau fyrir alla þá sem eru eða hafa misst lífsviðurværi sitt "vinnuna"
Hvað þarf manneskjan að bera til teljast hæf til þingsetu og teljast fær til að vinna í lausnum á vandamálum sem við þurfum lausn á ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)