Norðmenn sem fyrr andvígir inngöngu í Evrópusambandið

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Noregi eru 55% Norðmanna andvíg inngöngu í Evrópusambandið en einungis 33% því fylgjandi. The Wall Street Journal hefur eftir Heming Olausen, formanni Nei-hreyfingarinnar í Noregi, að hvorki hinir alþjóðlegu efnahagserfiðleikar né meintur áhugi Íslendinga á inngöngu í sambandið virðast hafa aukið fylgi þarlendra Evrópusambandssinna.

Held við ættum aðeins að staldra við og kíkja betur í kringum okkur áður en lengra er haldið - við önum allt of oft um ráð fram - hvernig væri að sýna smá þolimæði og bíða eftir að Norðmenn munstri sig inn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þurfum varla að hafa áhyggjur af ESB.

 Mærin Jóhanna og hennar lið, einangrað !

 Merkilegt að til skuli fólk á Íslandi, sem tilbúið er að láta auðlindir þjóðarinnar af hendi !

 Það eru margir Össurar - í fámennu landi !

 Haltu þessu striki Nonni minn !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband