Það stoðar lítt að sitja með hendur í skauti, það stoðar lítt að halda áfram á sömu brautinni eða treysta því að öll él birti upp um síðir

Við þurfum sjálf að skapa örlög okkar og leggja fram alla krafta okkar til að tryggja íslenskri þjóð trausta afkomu og bjarta framtíð. Hér þarf nýtt blóð, nýja sýn og nýjar áherslur. Kristján sagði að afleiðingar græðgi, ábyrgðarleysis og hroka skektu undirstöðu íslensks velferðarþjóðfélags sem byggt var upp undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ráðast þyrfti í gagngera endurskoðun á starfsháttum og samskiptum flokksins við félagsmenn sína og þjóðina alla. Að minni hyggju er veruleikinn einfaldlega sá að næstu árin þurfum við, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, að komast í gegnum alla erfiðleika af eigin íslenskum rammleik, með eigin útsjónarsemi og dugnaði,“ sagði Kristján.

Hann lagði áherslu á að mikilvægt væri að að til forystu í Sjálfstæðisflokknum veldist maður með víðtæka reynslu og þekkingu á atvinnulífi þjóðarinnar. „Því flokkurinn á að vera þverskurður af þjóðinni, leiðtogi hans á að vera fastur fyrir og alþýðlegur, metnaðarfullur og víðsýnn, hann á að þekkja til lífskjara þeirrar þjóðar sem landið byggir og vita hvar hjartað slær

Ég er nokkuð sáttur við þessa framboðsræðu

Leiðtoginn á að vera fastur fyrir, alþýðlegur, metnaðarfullur og víðsýnn, hann á að þekkja til lífskjara þeirrar þjóðar sem landið byggir og vita hvar hjartað slær


mbl.is Þurfum nýtt sverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Er það ekki einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn var að gera, vona bara að hlutirnir reddist á einhver hátt.

Jakob Falur Kristinsson, 28.3.2009 kl. 17:20

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jú Jakob því er nú ansk ver - list bara vel felst það sem kom fram í ræðunni hans Kristjáns , þessi orð að vera víðsýnn, alþýlegur, þekkja til lífskjara sem landið byggir, held að Kristján sé með báðar fætur á jörðinni og að hann meini það sem hann segir

Jón Snæbjörnsson, 28.3.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband