Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
þingsköp brotin
Laugardagur, 4. apríl 2009
Það eru ákveðnar reglur sem fara verður eftir - ekkert með persónu Árna að gera eða einhvers annars.
Við meigum ekki missa okkur út fyrir allt norm
Segir þingsköp brotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Breitir kanski ekki miklu úr þessu en
Laugardagur, 4. apríl 2009
Fjárlaganefnd breska þingsins gagnrýnir að hryðjuverkalögum hafi verið beitt gegn Landsbankanum og Íslandi í kjölfar hruns bankans í október síðastliðnum. Kallar nefndin eftir breytingu á lögum svo að yfirvöld hafi önnur úrræði en að beita hryðjuverkalögum í sambærilegum málum.
Í samtali við nefndina vísaði Darling, máli sínu til stuðnings, í samtal sem hann átti við Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra. Í skýrslunni segir að ekkert í samtalinu renni stoðum undir fullyrðingar Darlings. Þvert á móti hafi Árni sagt að Ísland vildi reyna að mæta skuldbindingum sínum í Bretlandi með tryggingasjóði innstæðueigenda. Hins vegar segir í skýrslu nefndarinnar að ekkert hafi komið fram sem beinlínis hreki þá trú Darlings að íslensk stjórnvöld myndu koma með mismunandi hætti fram við íslenska og breska innstæðueigendur
Svo poppaði æsingarfólk upp hingað og þangað til að úttúða þáverandi fjármálaráðherra á lágkúrulegan hátt, sárt að þurfa að sjá á eftir Árna M. Mathíesen fyrir svona nokkuð
Pólitíkin er miskunarlaus
Hryðjuverkalög of harkaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjungs fjölgun á grásleppuveiðum
Föstudagur, 3. apríl 2009
Rúmur helmingur þeirra sem byrjaðir eru, stunda veiðar úti fyrir Norðurlandi eða á svæði E, sem afmarkast frá Skagatá austur að Fonti. Fyrir sunnan Langanes hafa 28 bátar hafið veiðar sem er 12 bátum fleira en í fyrra.
Gott ef ágætis verð fæst fyrir aflann, gott líka að fleiri sækja sjóinn en áður
Kanski upphaf að frekari uppbyggingu byggða um land allt og styrkingu fiskvinnslunnar ?
Þriðjungs fjölgun á grásleppuveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða fíflagangur - nær væri að þakka þeim fyrir
Föstudagur, 3. apríl 2009
Fjármálaeftirlitið telur að tveir blaðamenn Morgunblaðsins, Agnes Bragadóttir og Þorbjörn Þórðarson, hafi brotið þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Blaðamennirnir birtu í greinum sínum upplýsingar úr lánabók Kaupþings banka hf. annars vegar og Glitnis hf. hins vegar, m.a. um lán til eigenda bankanna og tengdra aðila.
FME ætti að eiða tíma sínum í það sem þeir eru ráðnir til og eiga að kunna frekar en í svona mál - þessir nefndu blaðamenn hafa hér unnið stórafrek með að komast þessu siðlausa löglega "svindli" þessara fjármálasnillinga sem hafa misnotað traust okkar íslendinga - nær væri að heiðra þetta fólk
Ætlar þessi bjánaskapur aldrei að hætta - það er siðlaust og ólöglegt að svíkja og pretta
Brutu þau bankaleynd? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Esju ganga
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
fór eftir vinnu í dag upp á Esju, ekki upp á topp en upp í skriðurnar fyrir ofan steininn, var í hóp fólks frá Ferðafélagi Íslands en ég hef gengið með þeim nokkrum sinnum sem "boðflenna" upp á Esjuna (geng kanski í félagið), þetta var um 50 manna hópur og var gengið rösklega upp - sumir þó hraðar en aðrið en hópnum var haldið saman eins og kostur var - í hóp er jafnan ekki farið hraðar en sá "lélegasti" eða þannig - við vorum tæpan klukkutíma upp að "stein" þe þeir sem fóru hraðast sem er bara nokkuð gott - aðrir komu svo í kjölfarinu. Gengum svo ofar í fjallið að fyrsta skilti þar sem myndataka af hópnum fór fram í góðum skafli.
Það var frekar hvasst í fjallinu, á tíma blés hann það hressilega að maður gat hallað sér upp í vindinn og látið hann bera sig uppi.
Góður dagur í höfn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Verið að traðka á stjórnarskránni í boði Framsóknar
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins.
Ég bara get ekki tekið þessa konu í sátt eftir hennar sofanda hátt á hennar annars svo ágætis ferli sem Menntamálaráðherra - hún fór langt langt út fyrir sína kunnáttu og þolmörk og markaði með því fjöldkyldur, einstaklinga og fyrirtæki í landinu
Það getur vel verið að verið sé að traðka á stjórnarskránni og þessi Valgerður er náttúrulega bara "dós" sem á ekki að koma nálægt svona hlutum, nóg hefur hún gefið vinum sínum af framfærslu okkar, þið eruð kanski ágætar saman þe Valgerður og Þorgerður, ég held samt að það sé margt sem þarf að breita og eða lagfæra, Þorgerðu taktu frekar þátt í nýrri mótun og slepptu niðurrifinu það er ekkert eftir að rífa
formaður sérnefndar um stjórnarskrármál
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður sérnefndar um stjórnarskrármál - er þessi kona ekki hætt afskiptum af vinavæðingu ? ég bara hélt hún hefði verið sett frá
Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að þessarar umræðu verði minnst sem sérstaks niðurlægingartímabils á Alþingi þegar lagt sé til að Alþingi stigi til hliðar og gefi frá sér stjórnarskrárvaldið enda hefði engum dottið áður í hug, sem gengur út á þetta. Þetta eru mikil tíðindi og ill í sögu Alþingis," sagði Björn
Sjálfsagt að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins en þetta er ekki það sem við viljum sjá hér
Umræða um stjórnarskipunarlög hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú ræður kong klipfisk Steingrímur Joð
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Kristján Þór Júlíusson lýsti yfir miklum vonbrigðum með þær upplýsingar eða öllu heldur skort á upplýsingum frá fjármálaráðherra og ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun.
Það væri óásættanlegt að þingið fengi ekki að sjá þær upplýsingar sem ríkisstjórnin hefði látið fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í té. Þess í stað yrði þingið að bíða þangað til gjaldeyrissjóðurinn birti þessar upplýsingar þegar honum þóknaðist, líklega um miðjan apríl, 10 dögum áður en gengið verður til kosninga.
Hvað er að manninum honum Steingrími Joð? er ekki best að koma fram við aðra eins og viðkomandi vill láta koma fram við sig, svona Steingrímur svaraðu manninum og okkur öllum
Hvurslags framkoma er þetta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Niðurstöðurnar sýna að karlar eru ekki jafnslæmir og konur
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Konur slúðra helst um kynsystur sínar, kynlíf annars fólks eða um vini og kunningja sem hafa fitnað
Karlar segja gjarnan fylliríissögur, þeir ræða um fréttir, gamla skólafélaga og kvenkyns starfsmenn.
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/04/01/karlar_sludra_meira_en_konur/
hverskonar fétt er þetta - þetta vissu og vita allir
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kolbrún Halldórsdóttir, á tímum örvæntingar og timaskorts
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
vill að óheimilt og refsivert verði að beita börn líkamlegum og andlegum refsingum, Kolbrún hefur, ásamt öðrum þingmönnum úr VG, lagt fram frumvarp þessa efnis á Alþingi. Gert er ráð fyrir að frumvarpið yrði tekið til þriðju umræðu í dag samkvæmt dagskrá Alþingis.
Kolbrún vill breyta lögum á þann hátt að börn þurfi hvorki að líða líkamlegar né andlegar refsingar.
Það vita allir að ekki á að leggja hendur á börn né beita þeim öðru ofbeldi - þarf vikilega að skrá svona lagað í sérstakar refsibækur ?
Er þetta svo aðkallandi verkeftn sem ekki má bíða, draga "bátinn" sem við öll erum á á þurrt fyrst ?
http://www.visir.is/article/20090401/FRETTIR01/247397147
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)