Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ekki spurning; Davíð fyrir viðskiptanefnd vegna ummæli um aðgerðir Breta

Davíð Oddsson seðlabankastjóri verður kallaður á fund viðskiptanefndar Alþingis í næstu viku og þess krafist að hann skýri ummæli sín frá því í fyrradag um að hann hefði vitneskju um hvað hefði ráðið afstöðu breskra yfirvalda þegar hryðuverkalögum var beitt gegn Íslandi. Þau ummæli lét hann falla á fundi Viðskiptaráðs en vildi ekki gefa upp hvað hefði ráðið afstöðu Breta.

Tillaga um að kalla seðlabankastjóra á fund viðskiptanefndarinnar var samþykkt í morgun, en það var Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem lagði hana fram. Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn á fimmtudag í næstu viku.

 

Sjálfsagt mál að Davið standi við þessi stóru orð - nú verður allt að koma upp á yfirborðið - ég heimta að fá að vita hvað skeði, hefur ekkert með pólitík að gera, snýst um fólk, fólk sem er í mikilli óvissu og þarf svör

 

Burt með spillingarliðið

 

 


Ræðan Davið ræðan maður

 

Ræðan var fín enda ekki við öðru að búast

Vona svo innilega að þeir verði dregnur úr hreiðrum sínum sem ábyrgðina bera, ég velti líka fyrir mér hversvegna fyrrverandi og nú núverandi yfirmenn ríkisbanka eru enn við stjórn, ég hefði viljað sjá þeim skipt út fyrir aðra og þá sérstaklega aðra starfsmenn bankana sem ekki tóku þátt í (innherja)sukkinu.

Margir eru svo blindir á sannleikann að maður gæti haldið að þeir væru með asklok sem himinn, standið nú upp lyftið lokinu og horfið á heiminn í kringum ykkur 


Icelandair gerir breytingar á fargjaldaflokkum

er ekki ráð nú að fella niður þessa SAGA bása og lækka gjöld yfir heildina - hvorki í dag né áður er ekki í tísku að bruðla með peninga þó svo að sumir telji sig ríka af aurum
mbl.is Icelandair gerir breytingar á fargjaldaflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp á dekk Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

  Hvar er þitt gegnsæja sjálft ?

Þorgerður Katrín átt þú ekki sjálf óuppgert við okkur,  eða er ég að missa af einhverju ?

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/14/fyrst_og_fremst_ad_hugsa_um_hag_thjodarinnar/

 


Steingrímur J / Ábyrgðin liggur hjá Björgvini G.

Þetta var athyglisverð ræða, " segir Steingrímur J. Sigfússon um ræðu Davíðs Oddssonar í gærmorgun.

„Það hefur verið einblínt um of á Seðlabankann, þegar hin raunverulega ábyrgð liggur hjá Fjármálaeftirlitinu og viðskiptaráðherra," segir Steingrímur um gagnrýni Davíðs á aðskilnað Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins. „Þetta var málefnalegt hjá Davíð og rétt að greina það."

Þá segir Steingrímur að skýrsla Davíðs frá því í febrúar sé áhugaverð og sýni sameiginlega ábyrgð ríkisstjórnar, Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins.

http://www.visir.is/article/20081119/FRETTIR01/804017526/-1

 

Nákvæmlega - reynum nú að koma hreint fram og vinna saman öll, óháð henni pólitík...........


Hefðum betur hlustað á Davíð ?

Ég segi fyrir mig og hugsa að ég tali þar fyrir munn margra annarra að ég vildi gjarnan að ég hefði hlustað betur," segir Kjartan Gunnarsson, fyrrum formaður bankastjórnar Landsbankans og fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, um ræðu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á þingi Viðskiptaráðs Íslands í gærmorgun.

„Mér fannst ræðan afskaplega skýr og skilmerkileg. Hún leiddi fram fjölmörg atriði sem hingað til hefur ekki verið fjallað mikið um í aðdraganda þeirra miklu erfiðleika sem bankarnir mættu og undirstrikaði með mjög öflugum hætti þau viðvörunarorð sem Davíð Oddsson hafði svo oft uppi um ýmsar hættur sem að hagkerfinu steðjuðu," segir Kjartan.

http://www.visir.is/article/20081119/FRETTIR01/822111028/-1

Við Íslendingar erum svo oft miskunnarlaus gagnvart náunganum og fljót að dæma

 


Kóngur í ríki sínu.........

hefur hann ákveðið - hefur hann úrslitiavaldið hér ? hvað með aðra þegna þessa lýðveldis ? jafnt skal yfir alla ganga


mbl.is Segir sig úr fleiri stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halda áfram að styðja við þá ?

munið eftir smáfuglunum - þeir skulda bara veit ekki hvað marga milljarða á Íslandi - en peningarnir liggja í hverju ? snekkjum, eyjum í hitabeltinu - fasteignum og fyrirtækjum erlendis ?

Þeim tókst að nauðga út GIGAstór lán úr hlutafélaginu Glitni banki - þeim tókst ekki að tæma tryggingasjóð TM voru stöðvaðir áður að ég best veit

engin lánsviðskipti


Vilja hámarkslaun að upphæð 1 milljón króna

Þá beinum við þeim eindregnu tilmælum til ykkar að byrja ekki á skúringakonunum, færibandafólinu, öskuköllunum og þeim öðrum sem minnst mega sín í þjóðfélaginu þegar þið endurskoðið laun starfsfólks. Lækkið fyrst launin hjá þeim sem mest hafa.," segir ennfremur í bréfinu. Hópurinn segist telja að þarna sé um algjöra nauðsyn að ræða eins og málum hátti hjá þjóðinni í dag. Jafnframt er varað við of miklum erlendum lántökum, svo íslenska þjóðin fari ekki úr öskunni í eldinn.

http://www.visir.is/article/20081114/FRETTIR01/705512009

Er þetta ekki í lagi ?


Nýr flokkur ?

ekkert að gera með nýjan flokk - fá nýtt fólk í gömlu flokkana, fólk sem vinnur fyrir hinn venjulega íslending - út með gamla liðið sem hefur mokað undir sig og sýna undanfarin ár eða áratugi
mbl.is Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband