Ekki spurning; Davíð fyrir viðskiptanefnd vegna ummæli um aðgerðir Breta

Davíð Oddsson seðlabankastjóri verður kallaður á fund viðskiptanefndar Alþingis í næstu viku og þess krafist að hann skýri ummæli sín frá því í fyrradag um að hann hefði vitneskju um hvað hefði ráðið afstöðu breskra yfirvalda þegar hryðuverkalögum var beitt gegn Íslandi. Þau ummæli lét hann falla á fundi Viðskiptaráðs en vildi ekki gefa upp hvað hefði ráðið afstöðu Breta.

Tillaga um að kalla seðlabankastjóra á fund viðskiptanefndarinnar var samþykkt í morgun, en það var Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem lagði hana fram. Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn á fimmtudag í næstu viku.

 

Sjálfsagt mál að Davið standi við þessi stóru orð - nú verður allt að koma upp á yfirborðið - ég heimta að fá að vita hvað skeði, hefur ekkert með pólitík að gera, snýst um fólk, fólk sem er í mikilli óvissu og þarf svör

 

Burt með spillingarliðið

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað verður hann að standa við sín orð

Hólmdís Hjartardóttir, 20.11.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við þurfum svör - má ekki draga mann á asnaeyrunum aftur og aftur

Jón Snæbjörnsson, 21.11.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband