Ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn hvað málflutning varðar

Bjarni Ben ungur að árum - ég hafði efasemdir um Bjarna og þá sérstaklega að hann hafi haft það of þægilegt í gegnum sinn aldur, en hann vinnur sig sterkur inn í dag og lofar góðu - hefur skýra sýn á heildarmynd þjóðlífsins, kemur auga á farsælar leiðir og hefur hæfileika til þess að kynna þær þannig að allir skilji - ég er svo viss um að fólk skynjar að Bjarni Ben er gegnheill drengur sem það getur treyst, við þurfum svona mann.

Sjálfstæðisflokknum mun vaxa ásmegin með degi hverjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér líst nú reyndar ágætlega á hann. En hann mætti hætta að tala svona hátt og reiðilega úr pontu. Það klæðir hann ekki, hann á að tala lágstemmt hægt og rólega. Einhver þyrfti að benda honum á það.

Finnur Bárðarson, 16.10.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hringdu bara í hann Finnur - hann er ósköp venjulegur maður, tja svona næstum eins og við

Jón Snæbjörnsson, 16.10.2009 kl. 15:06

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú ekkert rosalega hrifin af honum, en gef honum séns.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2009 kl. 16:45

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bjarni er auðvitað vænsti maður og allt það, en ég er ekki sammála því að hann beri höfuð og herðar yfir aðra sem stjórnmálamaður. Hann er stuttbuxnadrengur sem er að rambast við að sýnast fullorðinn. Þó hann virðist gáfulegri í málfluttningi, en Sigmundur Davíð og Höskuldur, þá gerir það hann ekki að afburðastjórnmálamanni. Hann kann vel það trix að koma með nýjar og nýjar klisjur sem ganga í fólk og tefja vinnu ríkisstjórnarinnar. Það er kannski það sem prýða á góðan stjórnmálamann í dag?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.10.2009 kl. 18:24

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

rétt viðhorf Ásdís annað en hún vinkona okkar hún Hólmfríður, Hólmfríður mín gefum "drengnum" tækifæri hann er að vinna vel og virðist stefna í réttar áttir

Jón Snæbjörnsson, 16.10.2009 kl. 19:04

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eina sem Hólmfríður sér er Heilög Jóhanna það er bara verst að það er EKKERT gott hægt að segja um hana og ekki er undirlægjan hann Steingrímur Joð mikið betri.  Bjarni Ben og Sigmundur Davíð hafa vaxið undanfarna mánuði og vikur en að mínu mati eru aðrir flokksleiðtogar fremur "lítilfjörlegir".

Jóhann Elíasson, 16.10.2009 kl. 20:54

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég gæti sett saman ríkisstjórn með einstaklingum úr öllum flokkum sem mér hugnast.

Finnur Bárðarson, 17.10.2009 kl. 18:00

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

undarleg þessi Jóhönnu dýrkun Jóhann

Finnur já það er ég viss um að þú gætir gert vel

Jón Snæbjörnsson, 18.10.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband