allir sáttmálar við fjölskyldurnar í landinu brostnar ef ..........

Björgólfur Guðmundsson og Björg­ólfur Thor Björgólfsson hafa gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann. Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa eignarhaldsfélags þeirra, Samsonar, á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2003. Feðgarnir eru í persónulegum ábyrgðum vegna skuldarinnar og standi annar þeirra ekki undir ábyrgð fellur hún á hinn. Talið er líklegt að fallist verði á þetta tilboð feðganna.

engin sanngirni í því að sumir séu jafnari en aðrir þegar kemur að því að fella niður skuldir

allir geta sótt um niðurfellingu skulda, eða reynt að semja við sinn banka, fer kanski minna fyrir þeim gjörning en nú er

Trúi ekki að þetta verði

http://www.visir.is/article/20090708/FRETTIR01/957183882


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jón, það er spurning hvort fjölskyldan verður ekki bara að gera það sama og tryggingafélögin, halda áfram að þiggja greiðslur án þess að leggja neitt á móti annað en þjófnaðinn.  Þá skellir ríkissjóður einhverjum milljörðum í klabbið svo sirkusinn geti haldið áfram.

Magnús Sigurðsson, 8.7.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Þetta nær ekki nokkurri átt að þetta verði tekið í mál nema að þetta komi til með að gilda um alla jafnt, líka fjölskyldurnar í landinu.

Grétar Mar Jónsson, 8.7.2009 kl. 17:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Helvítis fokking.......fokk. Var okkur ekki sagt að Landsbankinn hefði verið keyptur fyrir Rússnesku bjórpeningana? Það var þá helvítis (fokking..... fokk) lygi. Hverjir lugu því?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.7.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég veit ekki hvað á að gera, yfirleitt skulda fyrirtæki eithvað en skrattakolli ekki allt þe það sem sýnt er - eru svo með feita sjóði í skjóli vildarvina og henda í okkur íslendingana lufsum eftir þörfum, svona rétt til að hafa okkur góða.

Nei það verður að stoppa svona - ég tel að frysta þrufi allt, leita til erlendra lögregluyfirvalda leggja fram kærur kærur að um þjóðaröryggi er að ræða, svo ráðum við framhaldinu en ekki þetta fólk

Jón Snæbjörnsson, 9.7.2009 kl. 08:23

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það sem er nýtt og ánægjulegt er, að þjóðin fylgist vel með og lætur í sér heyra þegar gengið er fram af henni.

Finnur Bárðarson, 9.7.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband