Að vita hvað maður á en ekki hvað maður fær

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - ég er að ég held frekar varkár og hef lítið sem ekkert látið nýgræðgisvinda undanfarinna ára angra mig - kem því ágætlega sáttur til verka í skuldlausri brókinni - vildi að allir gerðu slíkt hið sama - vil að öllum gangi vel eða eins og hægt er - hvað er annars að ganga vel - líða vel - ánægður - ánægður með sitt og sína

ég kaus utankjörstaða síðastliðinn sunnudag ég er sáttur við val mitt og vona að þið verðið það líka nú á laugardaginn kosningardaginn

heiðarleiki er lífsstíll

Gleðilegt sumar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gleðilegt sumar Jón, góður lífstíll og sennilega sá árangursríkasti þegar upp er staðið.

Magnús Sigurðsson, 22.4.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gleðilegt sumar, vona að það verði þér og okkur öllum ánægjulegt.

Baldur Hermannsson, 22.4.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: TARA

Ó,já, það er stundum þannig að sumir vita ekki hvað þeir áttu fyrr en þeir misstu....ég er ekki ekki ein af þeim, ég vissi hvað ég átti áður en ég missti...en er ekki að tala um peninga og dauða hluti....

Annars gleðilegt sumar og þökk fyrir veturinn og vonum að allt lagist fljótt.

TARA, 22.4.2009 kl. 23:25

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er gott svar hjá þér Jón/það á hver að sem hann á og að er ekki svo auðveldlega tekið af honum!!!F Gleðilegt sumar bloggvinur og þakka veturinn/Kveðjur Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.4.2009 kl. 23:37

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Nú taka við hörmulegir timburmenn og timburkonur í tæp 4 ár, en við verðum að þrauka....   Ég segi tæp 4 ár, því þessir tveir, Sambullið og VG-Femínistar eru of líkir;  "Vík skal milli vina, fjörður milli frænda og hafsjór milli sjálfumsérlíkra."   Þeir tolla aldrei lengi saman.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 23.4.2009 kl. 03:03

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Notaleg færsla Jón. Róar hugann.

Finnur Bárðarson, 23.4.2009 kl. 17:58

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Líka notaleg athugasemd hjá bónda.

Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 18:12

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

__________________________________________ 

Til hamingju að losna við Kolbrúnu Halldórsdóttur VG-Femínista af Alþingi.

Annars eru þar blendnar tilfinningar með Kolbrúnu.  Yfirlýsing hennar varðandi Drekasvæðið, ásamt ýmsum öðrum vitleysum sem ultu upp úr henni á meðan á þingmennsku hennar stóð, orsökuðu mikið fylgidstap VG frá því sem tiltölulegar áreiðanlegar skoðanakannanir spáðu til um fyrir þessar kosningar.

Ef Kobrún Halldórsdóttir héldi áfram á hinu háa Alþingi Íslands, væri möguleik á að VG næðu aftur sínu upphaflega fylgi og dyttu niður í 5-7 þingmenn hið mesta í framtíðinni.  Einnig að þessi nýja ríkisstjórn Samruglsins og VG-Femínista næði ekki lífdögum framyfir næstu áramót.

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 26.4.2009 kl. 18:00

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir innlitið "félagar" nú eru allavegana kosningar afstaðnar og við öll getum farið að stnúa okkur að hlutum sem skipta miklu máli

Jón Snæbjörnsson, 27.4.2009 kl. 11:30

10 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

___________________________________

Jón Snæbjörnsson; 

Mér segist svo hugur að stutt sé í næstu kosningar. 

 Styttra en bjartsýnustu vonir spá.

Ei skal sofa á verðinum.

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 28.4.2009 kl. 17:44

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

gárungar gefa þessu 6 - 8 mánuði

sel ekki dýrara en ég keypti samt

Jón Snæbjörnsson, 28.4.2009 kl. 21:05

12 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það var lagið!  Átta mánuðir til áramóta!  Flottir þessir gárungar hjá þér Jón.  Vel gefið fólk þótt ég segi sjálfur frá!   

Kær kveðja, Björn bóndi    

Sigurbjörn Friðriksson, 30.4.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband