Góði bankamaðurinn........
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Dag einn var frægi bankamaðurinn í bílferð í stóru flottu limmósínunni sinni þegar að hann sér allt í einu 2 menn við veginn borðandi gras. Hann bað bílstjórann um að stoppa og steig áhyggjufullur út úr stóru flottu limmósínunni og gekk til annars mannsins og spurði hann af hverju þeir væru eiginlega að borða gras?
Greyið maðurinn svaraði að það væri vegna þess að þeir ættu ekki pening til ad kaupa mat og því þyrftu þeir að borða grasið.
Bankamaðurinn varð hissa og svaraði að maðurinn ætti að koma með sér heim til sín í glæsihúsið og að hann mundi sjá til þess ad gefa fátæka manninum að borða.
En fátæki maðurinn svaraði þá að hann gæti ekki komið því hann ætti konu og
2 börn og benti svo í átt til trés sem var þar skammt frá þar sem konan og börnin átu einnig gras
Bankamaðurinn sagði honum að auðvitað kæmu konan og börnin með.
Bankamaðurinn snéri sér svo að hinum manninum og spurði hvers vegna hann borðaði gras en sá hafði sömu sögu að segja og sá fyrri.
Bankamaðurinn bauð honum því med því nóg pláss var í stóru flottu limmósínunni.
Maðurinn þakkaði fyrir sig en sagðist því miður ekki geta komið því hann ætti konu og 6 börn en bankamaðurinn bauð þeim að koma með líka.
Þegar að allur hópurinn var kominn upp í stóru flottu limmósínuna og þau lögð af stað í glæsihúsið ákvað annar maðurinn að þakka fyrir sig.
"kæri bankamaður, þú ert greinilega góður maður!"
bankamaðurinn svaraði þá:
Þú þarft ekkert að þakka mér.. þetta var alveg sjálfsagt. Ykkur á eftir að líka vel heima hjá mér því GRASIÐ ER ÖRUGGLEGA ALVEG 20 CM HÁTT!
Hvað lærum við af þessari sögu??
Ef þú heldur að bankamaður sé að reyna að hjálpa þér.. hugsaðu þig tvisvar um!
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.