Passa verðmætin, síldin í Jökulfjörðum er íslensk stórsíld...

Við lesum nú orðið sjaldnar um risaköst eins og áður var - en risaköst er áhætta sem skipstjórnarmenn taka of oft - ef td nótin springur / rifnar þá deyr stærstur hluti af síldinni og sekkur til botns og kemur engum til gagns, kanski frekar að það rýri stofninn, því þarf að umgangast þessa stofna með mun meiri varúð en oft gert, veit ekki betur en að skipstjórnarmenn í dag vita nákvæmlega hvar þolmörkin eru.

Mér finnst að tryggja þarf að fá sem mest verðmæti fyrir þjóðarbúið í heild, það ætti að eiga við allt sjávarfang sem veitt er hér við land

ég er nú ekki fiskiskipstjóri sjálfur -  leiðrétting vel þeginn ef þörf

 


mbl.is Síldin í Jökulfjörðum er íslensk stórsíld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Sara

Jökulfjörðum? Er það ekki við Noreg? þetta er flott hjá þér Jón Glamour vill auðvitað að Íslenska sýldin sér nálagt okkur....

Eygló Sara , 25.11.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jökulfirðir eru fyrir vestan Eygló Sara

Austur úr Ísafjarðardjúpi utarlega, milli Bjarnarnúps og Grænuhlíðar, gengur flói eða breiður fjörður, sem nokkrir firðir kvíslast frá til norðurs, austurs og suðurs og heita allir einu nafni, Jökulfirðir. Byggð var fyrrum um alla Jökulfirði en þó strjálbýlt nema í Grunnavík og á Hesteyri. Jökulfjörðum tilheyra Grunnavík, Leirufjörður, Hrafnsfjörður, Lónafjörður, Veiðileysufjörður og Hesteyrarfjörður. Síðasta byggð lagðist af í Jökulfjörðum á sjöunda áratugi 20. aldar. Allmörgum húsum er haldið við í Jökulfjörðum, aðallega á Hesteyri, í Grunnavík og Leirufirði og eru þau notuð sem sumarhús. Skipbrotsmannaskýli eru á Sléttu og í Hrafnsfjarðarbotni.

Jón Snæbjörnsson, 25.11.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Og svo lætur maður skutla sér á tuðru að landi í botni Hrafnsfjarðar og gengur þaðan yfir Skorarheiðina til Furufjarðar. Aftur til baka yfir heiðina þann sama dag og bíður síðan við skýlið og vonar að ekki gleymist að kippa manni upp í kvöldferðinni. Ef biðin er löng væri kanski hægt að skokka út að leiðinu hans Fjalla Eyvindar. 

En hvers vegna þvælist fyrir mér að það sé Hrafnfjörður með engu essi? kv.

Helga R. Einarsdóttir, 25.11.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hrafnfjörður eða Hrafnsfjörður - tja nú veit ég ekki  Helga

Jón Snæbjörnsson, 25.11.2008 kl. 21:07

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég gáði Jón- í virtum skjölum. Og Hrafnfjörður er það.

Smámunasemi, kv.  

Helga R. Einarsdóttir, 25.11.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband