Ísland hér áður..................

 Er þetta merkileg lesning........Ísland að sökkva eða.......

rakst á þetta hér.............

Þessa færslu ætla ég að helga skemmtilegustu stundunum frá tíma útrásarinnar. Ég ætla að biðja ykkur að hjálpa mér að rifja þær upp.

  • Hannes Smárason og Jón Ásgeir í Gumball kappakstrinum.
  • Tom Jones að syngja fyrir veislu útrásarvíkinga um áramót í London.
  • Elton John í afmæli Ólafs Ólafssonar.
  • Existabræður á þyrlunni að kaupa pylsu.
  • Þegar Fréttablaðið kaus Hannes Smárason sem markaðsmann ársins.
  • 50cent í partíi Björgólfs yngri í Karíbahafinu.
  • Tónleikar Stuðmanna í Albert Hall.
  • Galaveisla Glitnis í Laugardalshöll.
  •  Þegar forseti Íslands veitti Baugi útflutningsverðlaun forsetans. Jafnvel þótt Baugur flytji ekkert út, nema kannski fjármagn.
  • Kynningarfundurinn í London þegar næstum því var búið að selja orkulindirnar í hendurnar á Hannesi, Jóni Ásgeiri og Bjarna Ármannssyni.
  • Partíin á Three Vikings snekkjunni.
  • Uppboðið þar sem selt var ómálað verk eftir Hallgrím Helgason fyrir 20 milljónir.
  • Laugardagarnir í stúkum íslensku bankanna og fjármálafyrirtækjanna á enskum knattspyrnuvöllum.
Það eru miklu fleiri dæmi. Hjálpið mér.

- Opnun 4 manna skrifstofu FL Group í Kaupmannahöfn með 300 manna veislu í hofi og tveimur forsetum viðstöddum (engin stæði laus fyrir einkaflugvélar á flugvellinum)

- Verðlaun Pútíns tilhanda Þorsteini Inga fyrir fyrstu almennings-vetnis-afgreiðslustöðina sem aðeins 3 strætisvagnar notuðu

- Heilsíðu-atvinnu-auglýsingar Íslensku bankana í Dagens Industri þar sem helstu störfin sem fylla þurfti voru svokallaði Event-Managers

Þegar forseti Íslands húkkaði sér far með einkaþotu útrásarvíkinganna til London.

- Kvöldverðaboð með innherjasvikaranum Mörtu Stewart, ásamt B.Thor, Jóni Ásgeiri og dömunum þeirra.

- Ræða forsetans við opnun skrifstofu Avion Group í London.

Einhver þessara lúða gaf kellingunni sinni jakka sem kostaði milljón!

Víkingadóttirin sem fékk íbúð í 16ára afmælisgjöf og nýjan Range Rover þegar hún varð 17ára og fékk bílprófið.

ForsetI Íslands í lúxus einkaheimsókn hjá oligarkanum, mafíósanum og kynbróður kærustu forstans, Roman Abramotich.

Þannig var einn FL group guttinnn (töskuberi Jóns Ásgeirs) að panta sér nýjan Range Rover nú um daginn. Það var víst fyrsti Range Roverinn sem selst svo mánuðum skipti.

það vita margir hverjir voru þarna í siglandi hóruhúsinu en íslensk fjölmiðlun er svo kurteis og bljúg að þeir segja aldrei frá því. Líka vegna þess að þarna voru einnig alþingismenn og það á vinstri vængnum.

Þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar af Hagkaup og prinsins af Bónus fór fram í fríkirkjunni. Meðal veislufanga voru 60kg af japönsku nautakjöti sem kostaði 16 þúsund krónur kílóið (960þús krónur af _kjöti_).

Hannes Smárason keypti sér dýrustu gerð af Steinway flygli. Nokkrir náungar voru staddir í boði hjá honum þegar hann var á sínu mesta flugi. Hannes stærði sig af flyglinum en lét þess getið að það kynni nú enginn á heimilinu að spila á gripinn. Síðan bætti því við að eitthvað tónlistafélag á Vestfjörðum væri búið að vera í fimmtán ár að safna fyrir slíku hjóðfæri og ætti ekki fyrir því enn. Svo rak hann upp hrossahlátur til að leggja áherslu á hvað þetta tónlistalið væri miklir lúðar en hann flottur!

 

Á sama tíma var merkur maður sem sagði þetta!!!!,,Hitt er einnig til að ný orð fái nánast á sig goðsagnakennda
helgimynd, eins og orðið útrás sem enginn þorir að vera á móti svo
hann verði ekki sakaður um að vera úr takti, hafi ekki framtíðarsýn
eins og það heitir nú, og þekki ekki sinn vitjunartíma.
Hin hliðin á útrásinni er þó sú og framhjá henni
verður ekki horft, að Ísland er að verða óþægilega skuldsett erlendis.
Útrásarorðið er slíkt töframerki að jafnvel þegar menn virðast gera
innrás í opinber fyrirtæki almennings, þá er innrásin kölluð útrás.”
- Davíð Oddsson 06.11.2007

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband