Að láta af oflæti sínu
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Ég tel að ef núverandi ríkisstjórn hefði þegið aðstoð frá hinum flokkunum í upphafi rísandi vandamála þá væri þjóðin ekki í þessari stöðu nú - allavegnana Steingrímur J bauð sitt fólk til aðstoðar en það var hunsað og ekki talið svara vert - skil ekki Ingibjörgu Sólrúnu né Geir Haarde að leifa sér að túlka þetta sem sitt einkamál - nú er ekki aftur snúið því miður
Hætta á Borgarastirjöld ?????????
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Er hægt að hugsa sér opinber mótmæli gegn öðrum mótmælendum. Flest okkar eru sammála um að ekki skuli skemma eignir né ganga á lögregu með dólgshætti né ofbeldi. Ef af verður eru sterkar líkur á að það slái saman á milli hópa / samlanda.
Þeir sem boða til þessara nýju mótmæla þurfa að hugsa sinn gang aðeins betur áður en lengra er haldið, sem og allir stjórnmálamenn þurfa að gera og hefðu átt að vera búnir að gera fyrir löngu, 63 Alþingismenn að gera hvað fækkum þeim strax í ca 40 Ísland er ekki það sama í dag og það var í gær.
Við erum vön því að gert sé grín að mótmælendum, enda ekki þörf að taka mark á þeim, samstaðan hefur ekki verið til staðar, við höfum hótað að sniðganga ýmsar vörur en aldrei náð að ná árgangri, við snarsturlumst og svo ekki söguna meir. Neytendasamtökin vindlaust fyrirbæri sem þarf að taka rækilega í gegn.
Nú er komið atvinnuleysi og fólk hefut tíma til að mótmæla, standa úti með kröfuspjöld og berjandi potta og pönnur og aðra tilfallandi hluti.
Ég hræðist hvað gæti gerst á Lækjartorgi ef þessi mótmæli fara af stað nk sunnudag
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Opnir eldar í Reykjavík og víðar - Þetta verður að stöðva STRAX
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
svona framferði mótmælenda gengur ekki lengur, óþolandi framkoma og viðringarleysi við alla venjulega friðsama borgara þessa lands - að leifa mótmælendurm að þjarma að Alþingishusinu okkar er gjörsamlega óviðunandi - við skulum slá skjaldborg um Alþingishúsið og aðrar opinberar byggingar -
![]() |
Tveir lögreglumenn slasaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ingibjörg hættir
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Aðför að forsætisráðherra
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Tekjur sýslumanns í svona aðgerðum / innheimtum
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
hversu há er sú prósenta sem sýlsumenn fá fyrir svona innheimtur ? mig grunar að þetta séu gamlar reglur löngu úreltar en samt í gildi eins og svo margt hér tengt pólitík og óeðlilegu siðferði
hver þekkir ?
![]() |
Endurskoðar fjárnámsaðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
spjót standa nú á Geir H. Haarde forsætisráðherra
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Slæm tímasetning
Sú ákvörðun sýslumannsins í Árnessýslu að gefa út handtökuskipun á 370 manns, fyrir að hafa ekki mætt hjá embættinu vegna fjárnáms, hefur vakið hörð viðbrögð í bloggheimum. Lesa má athugasemdir eins og að stjórnvöld skipuleggi nú aftökur almúgans á meðan spillingaröflin sleppa.
http://www.visir.is/article/20090120/FRETTIR01/839942078
Er þetta svona ?
hér gilda ákveðin lög og reglur sem við verðum að fara eftir - í þessu tilfelli er sennilega verið að innheimta ýmiss opinber gjöld sem ekki hefur verið staðið í skilum með - held þetta sé árviss viðburður ekki bara á Selfossi heldar landið um kring - auðvitað svíður manni misferli banka og annarra útrásargosa sem misnotuðu það traust sem Stjórnarskrá Íslands hefur hingað til ekki þurft að verja - en nú er sennilega komnir nýjir tímar eftir misferli / misnotkun þessara manna á því sem við höfum getað byggt á til þessa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjármálaeftirlitið og Fjármálaráðuneytið vissu um innihald bankaskýrlunnar
Mánudagur, 19. janúar 2009
"hversvegna var ekkert gert" ? Óstjórnin og eftirleysið var svo mikið með íslensku bönkunum að það stefndi í algjöra vitleysu.
í juni og júli á síðasta ári var Geir Haarde að visitera vesturíslendinga í Canada og Ingibjörg Sólrun var líka erlendis að berjast fyrir og réttlæta setu Íslands í öryggisráðinu ásamt öðrum gæluverkefnum - var þetta fólk að vinna heimavinnuna sína ? NEI
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Mánudagur, 19. janúar 2009
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum. Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með
1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
Henda verðmætum
Sunnudagur, 18. janúar 2009
má ekki gefa þessi tré til þeirra sem vilja gróðursetja
![]() |
Milljón trjáplöntur á haugana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
við þurfum að gæta að því hvernig við mótmælum - það eru víst til ýmsar útfærslur af "ofbeldi" andlegt, líkamlegt, sálarlegt, heimilis, vinnu, launa, lífs ofl ofl - kanski stigs munur á milli
hver kann að sætta ástand eins og stefnir í núna
Óheppilegt, Landsfundurinn hefði mátt vera fyrr þar sem margt virðist vera að gerast með miklum hraða núna þ.e. mótmæli og harka að aukast, þeir þurfa að vera mjög snöggir að taka ákvarðanir og jafnvel áður að gefa ábyrgar yfirlýsingar um aðgerðir strax gegn aðilum sem voru svo "óheppilega" gráðugri en aðrir sem og þurfa þeir sjálfir að viðurkenna mistök sín og axla sína ábyrgð og taka pokann sinn, það þurfa allir venjulegir vinnandi menn/konur að gera og það fyrir minni mistök / sofanda hátt / ásetning / þjófnað ?
mér er ansk sama í hvaða flokki menn og konur eru - ég vil bara að fólk sé heiðarlegt í alla staði - og vinni af heilindum fyrir alla, þannig erum við flest upplögð vil ég trúa
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/21/motmaelendur_umkringdu_geir/