Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga

86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Hvað með verknað sem er ekki framinn af gáleysi heldur með fullri vitund og vilja eins og þessir útrásar víkingar og bankamafía og x stjórnmálmenn  hafa  gert....? Væri réttast að setja allt þetta siðblinda lið í gapastokk niður á Austurvöll og láta það dúsa þar og halda sýningu á þeim...Það mætti kanski selja aðgang að "sýningunni" og fá þannig kanski inn fyrir því sem þeir stálu af fólki með sínu braski og blekkingum...

Agný, 19.1.2009 kl. 12:53

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þessi staða sem við erum í í dag er með ólíkindum - held að ekki nokkur maður viti í raun hvað best sé að gera

Jón Snæbjörnsson, 21.1.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband