Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019

er lausnin að segja NEI við OP 3 .... ?

Eflaust ekkert að þessum op3 en ég vil bara sjá lög sem taka öll tvímæli um að orkulindir hverju nafni sem þær nefnast og eru – séu eign þjóðarinnar og allur afrakstur af þeim skili arði í þjóðarbúið !

Alveg sama hvað 3ja orkupakka er pakkað inn í flotta sölupakkningu !

Fyrst lög um orkulindir þjóðarinnar!

Þeir sem vilja sjá hvaða afleiðingar innleiðing orkupakka 3 og 4 getur haft og mun væntanlega hafa ef af verður, ættu að kynna sér sögu Orkuveitu Suðurnesja sem síðar varð HS orka. Nú er þetta fyrirtæki erlent og skilar margfalt meiri arði EN ALLAR TEKJUR REYKJANESBÆJAR AF FASTEIGNAGJÖLDUM. Ef Reykjanesbær ætti enn sín 39% sem var eignarhlutur þeirra í Orkuveitu Suðurnesja, væri glæsileg fjárhagsstaða þar á bæ.


Hvað gera “bændur” nú ....

 

Það kemur einhver snúningur á 3 op við lokaafgreiðslu frá D – trúi ekki öðru!

 

Mjög einkennileg þessi þögn hjá VG – Kanski ná þeir ekki að hugsa

svona stórt !  – eru altaf að þrasa yfir einhverju litlu.

 

Viðreisn er með op 3 - allt sem EB vill - vill Viðreisn !


mbl.is Stilla saman strengi fyrir OP3-umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hleypið gömlu refunum að ....

Það skapar óöryggi hvað ungir pólitíkusar virðast fórnardýr „álitsgjafa“ sem blómstra á netinu.  Sé bent á að engin er annars bróðir í leik í millilandapólitík – og Ísland eigi enga vini þegar auðlindir landsins eru í spilinu, er bara kallað upp að verið sé að móðga þingmenn og konur sérstaklega! – Að minnast á reynsluleysi og gullfiskaminni er það aðför að heiðri fólks! 

Ekkert Þjóðríki hefur stutt Ísland þegar hægt er að hagnast á auðlindum landsins.

Í hruninu voru ekki margir sem ekki voru tilbúnir að leggjast á hræið Ísland.

Útfærsla landhelgi kostaði okkur ótrúlega framkomu frá „vinaþjóðum“ sem funda í Reykjavík í dag.–

Barátta við að halda dýrasjúkdómum frá landinu er undir þrýstingi nágrannaþjóða ( með að vísu dyggum stuðnigi sumra ! )

– Vatnsorka og  Fersvatn liggja nú undir þrýstingi að hleypa stærri þjóðum í þær auðlindir !

Það eru margir viðhlæendur meðan verið er að plata  unga þingmenn  sem halda að orð og samningar haldi – ef þeir eru ekki örugglega niðurnelgdir!  -

Hleypið gömlu refunum að samningaborðinu – þeir vita hvað við keyptum frelsið dýru verði !


ný stefna ?

Skoðanakúgun er ný stefna hjá Sjálfstæðisflokki !

 

Flokkur sem rúmar margar skoðanir segir ráðherra ferðamála ?

Þarf að stimpla þær skoðanir hjá ráðherraliðinu til að þær séu gildar?

Hættuleg og Ráðstjórnarríkjaleg – kemur í hausin á Flokknum til framtíðar litið!


mbl.is „Það sem er ekki í þriðja orkupakkanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

já þar er ég sammála ... !

Einkennileg forgangsröðun þar sem áfengi í matarbúðir ganga framar stöðvun smálána !      

Og launarán fyrirtækja í bygginga - og ferðamála iðnaði sé eitthvað

sem komi Alþingi ekkert við ! – Ekki einusinni fordæming að verið

sé að arðræna þá sem minnst geta varið sig!                      


mbl.is Vilja stöðva smálánafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

allt í boði Alþingis ....

Já og engin á Alþingi hefur velt þessu upp við viðvarandi uppkaup auðmenna á landríkum jörðum! – og taktu eftir því að málið hefur tafist milli ráðuneyta!

 

Það er ráðuneytum í hag að öll mál þvælist á milli verklítilla ráðherra.

Á meðan er ekki hægt að taka til í stjórnsýslu landsins.

 

Með þessu fólki á Alþingi verður allt hyrt af þjóðinni!

Land og vatnsréttindi, orka úr jörð og vatni og stjórn fiskimiða,

Allt færist til annarra þjóða í boði Alþingis.


mbl.is Verður höfðað mál gegn Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ráðuneytum í hag ....

.... engin á Alþingi hefur velt þessu upp við viðvarandi uppkaup auðmenna á landríkum jörðum ! – og takið eftir því að málið hefur tafist milli ráðuneyta !

Það er ráðuneytum í hag að öll mál þvælist á milli verklítilla ráðherra.

Á meðan er ekki hægt að taka til í stjórnsýslu landsins.

 

https://www.visir.is/g/2019190809275


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband