Hleypið gömlu refunum að ....

Það skapar óöryggi hvað ungir pólitíkusar virðast fórnardýr „álitsgjafa“ sem blómstra á netinu.  Sé bent á að engin er annars bróðir í leik í millilandapólitík – og Ísland eigi enga vini þegar auðlindir landsins eru í spilinu, er bara kallað upp að verið sé að móðga þingmenn og konur sérstaklega! – Að minnast á reynsluleysi og gullfiskaminni er það aðför að heiðri fólks! 

Ekkert Þjóðríki hefur stutt Ísland þegar hægt er að hagnast á auðlindum landsins.

Í hruninu voru ekki margir sem ekki voru tilbúnir að leggjast á hræið Ísland.

Útfærsla landhelgi kostaði okkur ótrúlega framkomu frá „vinaþjóðum“ sem funda í Reykjavík í dag.–

Barátta við að halda dýrasjúkdómum frá landinu er undir þrýstingi nágrannaþjóða ( með að vísu dyggum stuðnigi sumra ! )

– Vatnsorka og  Fersvatn liggja nú undir þrýstingi að hleypa stærri þjóðum í þær auðlindir !

Það eru margir viðhlæendur meðan verið er að plata  unga þingmenn  sem halda að orð og samningar haldi – ef þeir eru ekki örugglega niðurnelgdir!  -

Hleypið gömlu refunum að samningaborðinu – þeir vita hvað við keyptum frelsið dýru verði !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband