Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018

hugnast ekki ....

Það er hættulegt fyrir flokk þar sem stórhluti fylgenda er ekki tölvutækur og kann ekki til að kjósa rafrænt – situr eftir óánægður – án fulltrúa!

En kanski er Flokkurinn að stýra atkvæðum flokksforustunni í hag! – til lengdar kemur hann bara til að tapa á þessu!

( sjá hvernig rafrænar kosningar hafa farið hjá hinum)

 

Ennþá á Sjálfstæðisflokkurinn stóran hóp miðaldra og eldri borgara – sem sýna honum Hollustu – hóp sem aðrir flokkar öfunda hann af !

Vonandi ná þeir góðri nýliðun – en skreppi ekki bara saman við vaxandi andlát stuðningsmanna!

 


mbl.is Verði valinn með rafrænni kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...ókeypis afnot af ýmsu tagi ....

Það er lýsandi fyrir dugleysi stjórnvalda að ekki sé komin stjórn á hvernig hægt er að bregðast við ásókn túrista – ekki frekar en uppgræðslu lands og myndarlega uppbyggingu vega!

Talað og talað endalaust! – Ráðherrar ríkisstjórnar standa áhugalausir og tvístigandi!

Eg varð að kaupa vísa til Rússlands og líka til Indlands – hvað er að því að kaupa komupassa í Leifsstöð!

Einu vandræðin eru þau að þeim skatt verður stolið í önnur gæluverkefni en til væri ætlað – Svo vísað sé í gjöld á bensín sem eru eyrnamerkt endurbótum þjóðvega!


skjallari hún Katrín .....

Hún er nú bara að skjalla Sigmund Davíð! –

Eg legg nú ekki mikið uppúr svona tali! – heldur hvernig hún afgreiðir þessa tvo Þingmenn sem eru í 10 nefndum á Alþingi og geta ráðið úrslitum í afgreiðslu mála!

Að þeir sátu ekki hjá við vantraust á ráðherra í stjórn VG – er svo arfa heimskulegt og sýnir að þeim er ekki treystandi að fylgja stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur!


mbl.is Hrósaði Sigmundi fyrir framgöngu hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

að gleyma grasrótinni ....

Það er hættulegt að gleyma grasrótinni! - og sýna henni tómlæti.

Hrikaleg niðurstaða fyrir stitjandi stjórn Eflingar - sem var næsta örugg í sínu hreiðri - vildi ekki afhenda félagaskrá og hélt að hún yrði nánast sjálfkjörinn!

 

Sömu örlög og Samfylkingin fékk, þegar ráðandi stjórn hékk of lengi - með fylgistap!

 

Sjálfstæðisflokkurinn - ber hann gæfu til að endurnýja sig!-með því að hlusta á grasrótina! - eða bara fljóta í rólegheitum að fylgisleysi!


mbl.is Sólveig Anna nýr formaður Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið viðtal í Kastljós !

Páll stirður eins og hann hafi tapað mál að verja!

Píratinn – oftúlkar reglugerðir og hefur uppi stór orð !

Páll benti á að álitsgefendur ráðherra – eru álitsgefendur dómsmálaráðherra en ekki með úrskurðarvald!

Ábyrgð skal vera ráðherrans – með samþykki Alþingis – sem var gert! ( kom því illa til skila )

Gangi málið lengra en til Hæstaréttar – og þar er vinavæðingin sterk – hlýtur málið að vinnast hjá Evrópudómstól.

Að álitsgefendur voru undarlega karllægir á 21. öld! – voru ekki bara karlar í þeirri nefnd? – og þeir tilnefna fáar konur! – ráðherra leiðrétti kynjahalla! – og tilnefndi aðila sem voru kommum á eftir þeim gæðingum sem nefndin tilnefndi.

Voru ekki tilmæli frá Alþingi til álitsnefndar að taka tillits til kynjahlutfalla?

Hann gæti hafa spurt Píratann – hvernig stóð á því að tillaga dómsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi mótarkvæðalaust! – og þá um ábyrgð þingmanna að lesa þingskjöl!

Þetta er mál Geir Harde endurborið – Hæstréttur kvartar yfir að ráðgjöf hafi ekki verið fylgt! – Geir hélt of fáorðaðar fundargerðir!

Íslenska kirkjan er að visna innanfrá – vegna þess að prestkosningar eru að leggjast af, val sóknarbarna þrengt, en álitsgefendur úthluta prestembættum – á sama að gerast með Alþingi? – Álitsgjafar að taka ákvörðun fyrir þingið!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband