Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Áhugavert verkefni

Þetta er eflaust hið jákvæðasta mál - aukning í viðskiptum við Grænlendinga hefur þó verið vaxandi undanfarin misseri svo það er ekki nýtt af nálinni, en betur má ef duga skal og eru þarna eflaust nokkur tækifæri sem einhver hér sem og þar getur vonandi vel við unað með.

Frá Tasiilaq á Austur-Grænlandi.

Ef ég skil fréttina rétt þá er vilji til að fá okkur íslendinag til að sjá um flutningana þe á austurstr Grænlands, gæti það ekki verið frekar þungur baggi að bera rekstrarlega séð og tala nú ekki um þar sem reiknað er með töluverðri lækkun á ýmsum vörum með þessari hugsanlegu nýju aðkomu okkar ?

Við eigum nokkra þjóðkunna íslendinga sem þekkja þarna vel til - efst í huga minn kemur Árni nokkur Johnsen fæddur í Vestmannaeyjum 1. mars 1944

Samt mjög spennandi að fylgja frekar eftir og skoða enn frekar sem vonandi leiðir til jákvæðrar lendingar fyrir íslendinga sem og grænlendinga 


mbl.is Íslendingar flytji vörur til Grænlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörku strákur þetta

„Þegar við vorum yngri drukkum við lýsi og borðuðum sviðahausa og fisk.

Líklega ekki allir íslendingar sem hafa innbirgðt þetta eins og Árni Ísaksson

Árni er að gera frábæra hluti í MMA.

verður gaman að fylgjast með þessu strák - næsta keppni er víst á Írlandi í næsta mánuði

Gangi þér vel Árni


mbl.is „Íslendingar eru fæddir stríðsmenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er nú öll þekkingin og reynslan á hafsvæðinu Siglingastofnun ?

Upplýsingafulltrúi Siglingamálastofnunar segir í samtali við mbl.is unnið hafi verið við dýpkun við ýtrustu aðstæður, sem þýðir að ölduhæðin hafi verið um einn metri.

 Landeyjahöfn.

Ölduáttin hafi hins vegar verið önnur en menn gerðu ráð fyrir. Í stað þess að glíma við öldur úr austri komi aldan úr suðvestri. Þær síðarnefndu eru öflugri sem leiddi til þess að rörið brotnaði.

Til er nokkuð sem heitir straum og öldumælisdufl, nú svo eru skip og bátar þarna allt í kring sem hæglega geta gefið ykkur uppl ef á vantar.

Sorglegt hversu grunnt hyggjuvitið er


mbl.is Rör brotnaði við dýpkun Landeyjahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið, sjoppunni lokað ?

Ef þetta væri einkafyrirtæki þá væri þetta ekki í boði svo mikið er víst !

Furðulegt að loka bara eins og þeir reikni með að allir sem eru missa sig hafi ætlað að koma í dag.

Þeir sem koma að lokuðum dyrum í dag, kanski búnir að taka sér frí úr vinnu mæta enn reiðari á

morgun.

Starf sem þetta krefst mikils aga, skilnings, umburðarlindis og þolinmæði - starf á gólfi eins og hjá "umboðsmannai" skuldara ætti ekki nokkur að vera sem ekki þolir mótlætið og það á háu stigi.

Sjáum td lögreglumenn, slökkvilið, sjúkraflutningsfólk, lækna, hjúkrunarfólk, stöðumælaverði, bankagjaldkera og þjónustufólk, afgreiðslufólk í verzlunum ofl ofl  - ekki er skellt í lás hjá þeim þegar á þau er hallað og illa að þeim veist sem er svo mjög oft í raun oftar en margan grunar

til er eitthvað sem heitir að harka af sér

Kerfislokun er óþörf, í raun frekar barnaleg


mbl.is Braut rúðu og skilrúm í reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggja allt sitt af mörkum eða ekki .........

Ekki vantar stóru orðin hjá þeim svo mörgum ..............

Sigmundur_Ernir_2_jpg_620x800_q95

Fjarvera hans á þingi hefur vakið athygli en Sigmundur Ernir hélt ræðu í síðustu viku þar sem hann kvaðst ætla að vinna að því af alefli á Alþingi að fá áætlunum um niðurskurð til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni hnekkt. Aðeins fáeinum dögum síðar er Sigmundur kominn í tveggja vikna launalaust leyfi erlendis.

Þessi "kálfur" hefur kanski ekkert vægi  


Kínverjar setja norsurum stólinn fyrir dyrnar .......

Hingað og ekki lengra kæru norðmenn Angry

svo ætlum við íslendingar að kenna kínverjum hvernig þeir eiga að ala upp  og stjórna 1.3 milljarða þjóð LoL

hingað til erum við líklega heppnir að sleppa við alvöru ávítur frá Kína

 


mbl.is Norskur söngleikur ekki sýndur í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiturefnaleðjuflóð úr súrálsverksmiðju

Stíflan gæti brostið á hverri stundu ...........

Björgunarmaður leitar í eiturefnaleðju.Stíflan gæti brostið á hverri stundu

skil bara ekki hvaða tilgangi það þjónar að safna þessu á opnu svæði í risastórt lón ?

hvað átti svo að gera við þennan óþverra ? kanski ekki neitt bara safna meira og meira ?

Um ókomna tíð ætla ég að vona að við fáum ekki svona nokkuð yfir okkur


mbl.is Reisa flóðgarð í Ungverjalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir að "krepera" .......

svo sem löngu vitað að við svona mætti búast - á huglægan hátt hefur fólk streittst á móti þessum möguleika en nú er liggur þetta "tært" fyrir framan tænar á þeim sem og okkur íslendungum sem ættum að fara varlega mjög varlega.

Sambærileg staða er víða í evrópu í dag - nýtum okkur legu lands okkar og þá með sérstöðu í huga sem ætti að vera okkur hægðarleikur einn nema of seint sé um rassinn gripið


mbl.is Danir biðja um hjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milli "lífs" og "dauða" ........

Aldrei komið þangað og því var Taivan ferðin ekki slegin af .......... ?

Ekki inn lengur - Geir Haarde skiptir líklega ekki nokkru máli eða Woundering


mbl.is Voru í Taívan þegar kosið var um landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingið er óstarfhæft ..........

Við erum að fara af stað vegna þess að það hefur sýnt sig að þingið er í rauninni óstarfhæft í heild sinni. Það er alveg sama hvernig þú horfir á það.

Tunnur framan við Alþingishúsið í mótmælunum 4. október....

Ríkisstjórnin með nýtt "læknisvottorð" upp á vasann útgefið af þeim sjálfum, lofa bót og betrun, þetta er ekkert annað en lenging í snörunni, íþyngir enn frekar heimilum í landinu sem og þjóðarbúskapnum öllum.

Treystir þú þeim ?

Burt með þessa ríkisstjórn


mbl.is Þingið er óstarfhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband