Ekki af þeim að ganga....

meiri ansk óheppnin, ekki endasleppt með þessa "veltiugga" - er "ugginn fastur úti eða inni ? 

 Vestmannaferjan Herjólfur 

Þekki ekki staðsetninguna á þessum uggum nægjanlega vel en ætli það sé ekki hægt að halla skipinu það mikið að hægt sé að komast að þessu og lagfæra svo vel fari ?

munar miklu að hafa þetta í lagi


mbl.is Annar veltiuggi Herjólfs skemmdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Maður fer nú að verða svolítið "uggandi" yfir þessu .  Verður þetta ekki enn stærra vandamál þegar nota á skipið í "Bakkafjöruklúðrinu"?

Jóhann Elíasson, 15.12.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sé kanski ekki hverju það breitir - Þorlákshöfn versus Bakkafjara, ég er ekki inn á þessari Bakkafjöru frá upphafi, einhvernveginn tel ég að ölduhæðin sem og veðurofsinn sé oft á tíðum svo geigvænlegur þarna á köflum að við lítið fáist ráðið þegar þannig háttar. Ekki svo langt síðan einn af þessum "uggum" skemmdist við árækstur hvals að talið var, skipið svo nýkomið úr slipp og varla komið til heimahafnar þegar "uggi" skemmist aftur, mjög bagalegt fyrir alla

Jón Snæbjörnsson, 15.12.2009 kl. 13:58

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Höfnin í Þorlákshöfn er frábrugðin að því leiti að hún er INNÍ landinu og er þar af leiðandi í smá skjóli, þar er ekki stórt sandrif framan við innsiglinguna, svona væri lengi hægt að telja upp en það hefur bara enga þýðingu úr því sem komið er getur enginn gert annað en að vona það besta. 

Jóhann Elíasson, 15.12.2009 kl. 14:13

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

kannast ágætlega við höfnina í Þorlákshöfn - full lestuð af vikri draga skipin iðulega kviðinn út úr höfninni.

En hvað með veltiuggann á Herjólfi - þekkir þú þetta dæmi betur ?

Jón Snæbjörnsson, 15.12.2009 kl. 14:40

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eina sem ég veit er að "veltiuggarnir" eru "teknir upp" áður en skipið kemur í höfn. 

Jóhann Elíasson, 15.12.2009 kl. 14:47

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

já á að vera þannig - en er ekki hægt að komast að þeim nema setja skipið í "drydock" ?

þeir voru út þegar dallurinn kom að bryggju, ætli þeir séu þá fastir úti núna en óvirkir ? báðir eða annar

Jón Snæbjörnsson, 15.12.2009 kl. 14:50

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón, ég gleymdi að nefna það áðan, ég er alls ekki að gera lítið úr þinni þekkingu eða vitneskju, hafi verið hægt að lesa það út úr skrifum mínum biðst ég afsökunar.

Jóhann Elíasson, 15.12.2009 kl. 14:50

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

neinei alls ekki Jóhann ég tek því heldur ekki þannig, heldur tveir aðilar sem sem hafa áhuga á málum sem þessum

Jón Snæbjörnsson, 15.12.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband