Ill farið með erlendan gjaldeyri sem og skattfé

„Hvar er Tónlistarhúsið í þessu plaggi? Það hefur verið ákveðið að byggja áfram tónlistarhús og eyða í það dýrmætum gjaldeyri og flytja inn erlenda verkamenn, þetta skapar ekki einu sinni atvinnu. Dettur það bara ofan af himnum eða ætlar enginn að borga fyrir það?," spurði Pétur.

Eftir snaggaralegt svar fjármálaráðherra sagði Pétur það einmitt vera málið.

„Tónlistarhúsið er að rísa og það sjá það allir en enginn virðist ætla að borga fyrir það. Það er ekki orð um þetta í fjárlögum né fjáraukalögum. Það er verið að plata skattgreiðendur framtíðarinnar og það er bannað," sagði Pétur sem ætlar að leggja það til að Tónlistarhúsið, Icesave og fleiri skuldbindingar verði sett inn.

„Og það eru fleiri faldir og duldir hlutir sem koma hvergi fram."

Steingrímur kom síðan aftur upp og sagðist alls ekki hafa ætlað að gera lítið úr málinu með gamansemi. Hann sagði að samningar milli ríkis og borgar varðandi Tónlistarhúsið hefðu verið frágengnir frá tíð fyrri ríkisstjórnar.

„Það var mat aðila fyrr í vetur að það myndi afstýra ennþá meiri hörmungum að klára verkið en að hætta í miðjum klíðum. Einnig áttu sér stað umtalsverðar afskriftir á föstum kostnaði, þannig að verkið fór aftur af stað á nýjum grunni."

Steingrímur sagði það síðan aðra umræðu hvort verkefni sem þessi ættu að vera inni á fjáraukalögum. „Auðvitað er markmiði samt að allt slíkt liggi fyrir og sé uppi á borðum."

 

Það sem ekki er hægt að leggja á okkur þessa venjulegu skattborgara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband