Höldum út og eflum Landhelgisgæslu

nú er vissara að sofna ekki á verðinum, þó svo að við íslendingar séum í ölgusjó þá eru önnur lönd að skoða auknar siglingar á þessu hafsvæði því tel ég mjög svo nauðsynlegt að við höldum vöku okkar til að missa ekki fullann rétt okkar með að stjórna og eða hafa eftirlit með stórum hluta þessa hafsvæðis um ókominn ár.

Með sterku eftirliti sem og enn frekari upplýsingargjöf til handa sjófarendum styrkjum við stöðu okkar á alþjóðlegum vettvangi.


mbl.is Á annan tug borgarísjaka út fyrir Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er jöklaárás í farvatninu? kannski jöklabréfin hafi sent ís vini sína að herja á okkur líka

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

smá sending af ís í G&T

Jón Snæbjörnsson, 7.10.2009 kl. 16:40

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður margt sett á ís næstu misserin, trúi ég.  Ég óttast að kælingin verði mikil hjá Gæslunni. Spurningin er aðalega hvort ekki þurfi að byrja á að toppsneiða Gæsluna.

Pétur Sigurðsson fyrrverandi og fyrsti forstjóri Gæslunnar, í 29 ár, sem var sjóliðsforingi frá Danska sjóhernum, sást aldrei í "úniformi", var alltaf klæddur jakkafötum í starfi, en nú þegar minni spámenn hafa tekið við stjórn Gæslunnar sjást topparnir ekki án búnings, borðaklæddir þvers og kruss og orðuborða út og suður.

Nei, þá var nú meiri stíll og reisn yfir Pétri. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2009 kl. 17:11

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

eflaust rétt hjá þér Axel að kælingin verður - hef bara áhyggjur yfir því að við gætum verið að missa ákveðinn réttindi sem umsjónarmenn með þessu hafsvæði og víðar - held þetta séu hlutir sem við gætum verið að fá borgað fyrir líka.

Mikill urgur oft í mönnum út af þessum forstjórum sem verið hafa og eru hjá LHG - Pétur Sigurðsson frá Hrólfsskála Seltjarnarnesi var nú líka umdeildur þó svo að ég kunni honum hin bestu skil alla tíð.

Ja þetta með uniformið maður - úúúffff hvað þessi "vínarbrauð" á öxlunum heilla marga  

Jón Snæbjörnsson, 7.10.2009 kl. 17:53

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég styð aukið fjárframlag til lanhelgisgæslumála, svo ekki nema bara til að bjarga mér af fjöllum.

S. Lúther Gestsson, 7.10.2009 kl. 22:31

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Nákævmlega Lúther

Jón Snæbjörnsson, 8.10.2009 kl. 08:12

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Móðurbróðir minn var stýrimaður og skipherra hjá Gæslunni, hann talaði létt um Pétur, en ég gat ekki merkt annað en hann bæri virðingu fyrir honum. Virðing fæst ekki í svona starfi, nema vinna fyrir henni. Hún kemur ekki með úniformi, ef ekkert er undir því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2009 kl. 12:48

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Pétur var forstjórinn þegar ég réð mig á MV ÓÐINN '72 hann fylgdist ávalt vel með okkur öllum - góður maður jarðbundinn maður

Jón Snæbjörnsson, 8.10.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband