Hvað eru svona menn að hugsa

er hann að vinna fyrir sjálfan sig, Framsóknarflokkinn eða þjóðina eins og hann var skipaður til, undarlegt með svo margt af þessum pólitíkusum ef rétt reynist að "grá slikja" af pretti og svindli leggur undan þeim sumum, dæmi ekki í þessu tilfelli en háttsemin er undarleg þó ekki sé meira sagt.
mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hann er væntanlega að hugsa um sjálfan sig. Er ekki hver sj´lfum sér næstur?

En  það verður að flæma minkinn út úr hænsnabúinu strax.

Sigurður Þórðarson, 12.9.2009 kl. 08:39

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ótrúlegasta fólk þetta - já burt með kauða

Jón Snæbjörnsson, 12.9.2009 kl. 08:44

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Svona til þess að halda því til haga - þá hefur vinur minn Magnús Árni einungis verið í Framsóknarflokknum í örfáa mánuði eftir að hafa verið í áratugi aktívur í Sjálfstæðisflokknum - og lengi í stjórn SUS

En látum það vera

Magnús Árni var valinn í Seðlabankann vegna þess að hann er vel tengdur hagfræðingur með mikla reynslu meðal annars í rannsóknum á húsnæðismarkaði og húsnæðislánamarkaði.

Ég mótmæli því hins vegar að Magnús Árni hafi verið að vinna gegn hagsmunum almennings þegar hann gerir þau mistök að vera milligönguaðili fyrir erlent miðlarafyrirtæki og íslenskt fyrirtæki sem starfar á heimsvísu.

Magnús Árni er ekki að brjóta nein lög.

Hins vegar er þetta dómgreindarleysi af hans hálfu - þar sem hann situr í stjórn Seðlabankans.

Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 08:46

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ekkert að setja út á fyrr störf þessa manns, þetta er mjög alvarlegt dómgreindalysi Hallur - held að sú skjóða sé fyrir löngu yfirfull og grípa verði inn í svona framferði strax, sumt er bara ekki í boði

Jón Snæbjörnsson, 12.9.2009 kl. 08:56

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Sammála þér í að þetta er algjört dómgreindarleysi.  En það er helvíti hart ef það á að refsa Framsóknarflokknum fyrir það dómgreindarleysi!

Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 09:03

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég veit ekki... Eruð þið svo viss um að þetta sé löglegt ? nú er komið í ljós að bankarnir hafi klárlega brotið af sér með sýndarviðskiptum sem varða lög. Ég þekki ekki til laga seðlabankans og það kæmi mér ekkert á óvart ef þetta sé brot á siðareglum sem þar eru settar.

Þætti gaman að sjá hvort lögfróðir menn .. hefðu eitthvað út á þetta að setja.  

Brynjar Jóhannsson, 12.9.2009 kl. 09:06

7 identicon

Hallur,,,,, ef ekki á að kenna framsókn um, verið þá menn og vísið honum úr floknum :)

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 09:13

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega Hallur - Framsóknarflokkurinn sem slíkur hefur ekkert með þetta að gera heldur persónan sjálf - það er víða pottur brotinn hjá öllum stjórnmálaflokkum en það er ekki gild afsökun.

Brynjar, kanski ekki ólöglegt og þó pottþétt siðlaust - munum að siðferði er nokkuð sem flestum okkar er kært

Jón Snæbjörnsson, 12.9.2009 kl. 10:47

10 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ég held að hann hafi nákvæmlega vitað hvað hann var að gera .

Haldið að það myndi vera litið framhjá þessu eins og svo oft hefur verið gert með svona mistök eða ekki mistök.Hvernig ætla menn að vinna að því að öðlast traust almennings með svona vinnubrögðum í skipunum í stjórnir án þess að fara yfir feril manna áður en skipað er í stjórnir eða embætti. Það þarf að fara langtum dýpra hlutina ,án þess að fela neitt ,draga allt upp á yfirborðið .

Svo legg ég til að

Þessir svokölluðu útrásavíkingar ásamt hjálparkokkum með græðgi að vopni sem gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 13.9.2009 kl. 00:07

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæll Guðmundur, tek heilshugar undir með þér - og vissulega þurfa þessir svökölluðu útrásarvíkingar ásamt hjálparkokkum að sæta ábyrgð, nú er það okkar að fylgja því eftir að svo verði, og ekki bara það heldur vil ég fá þessa peninga til baka sama hvað það kostar.

Jón Snæbjörnsson, 13.9.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband