Hvað er fáranlegt við gott verð ?

Þingmaður sagði á Alþingi í dag, að dæmi væru um fáránlega lág tilboð í vegagerð að undanförnu þar sem fyrirtæki væru að bjóða allt niður í 50% af kostnaðaráætlun í verk.

Íbúðarhúsnæði hefur fallið víða um 50% hvað er svona fáranlegt við þetta ?

Verð voru orðin allt allt of há - fáðu þér nýja mælistiku þingmaður hver sem þú ert


mbl.is Fáránleg tilboð í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Tómasson

Fáránleikinn er augljós, annað hvort eru útboðsgögnin algerlega útí hött og þá ætti sá sem út bjó þau að finna sér annað starf þar sem reikniskunnáttu er ekki krafist, eða tilboðið er út af kortinu en þá fer tilboðsgjafinn væntanlega á hausinn og hinn almenni skattborgari verður að taka á sig enn einn skell. 

Semsagt Fáránlegt tilboð.

Róbert Tómasson, 5.6.2009 kl. 16:20

2 identicon

ef menn eru að fá verk á 50% af kostnaðaráætlun þá enda þeir í tapi! þú hlýtur nú að sjá það, að fá verk sem þú endar svo með að greiða með. Það er enginn verktaki í svo góðri stöðu að hann geti farið að vinna verk og greitt með þeim. það er alveg ástæða fyrir kostnaðaráætlun sem vegagerðin sjálf gerir.

 kostnaðaráætlunin er jú til þess að hafa viðmið á verkum ef öll boð eru tekin þá er væntanlega engin tilgangur fyrir henni. annað en bara af því bara.

Annarstaðar í evrópu þurfa menn að útskýra hvernig þeim ætlar að takast að vinna verkefni sem hljóða uppá 80% af kostnaðaráætlun.

 og þessi útboð sem þessi þingmaðurínn var að tala um snúast ekki um íbúðarhúsnæði heldur tengjast þau til dæmis kostnað á olíu og öðrum hráefnum sem þarf til að ljúka þessum verkum við VEGAgerð og landmótun og annarskonar landmótunarverkefnum. þetta snýst ekki um húsnæðisverð.

kynntu þér vegagerðarútboð kallinn minn áður en þú ferð að heilaprumpa svona svakalega.

Þorgeir (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 16:23

3 identicon

fyrir utan það að ef menn eru að fá verk eftir áætlun sem er ekki fræðilegur möguleiki að vinna eftir nema verktaki taki á sig allan kostnað og missi allan gróða þá fá hinir sem eru að bjóða raunhæft engan séns og fara væntanlega á hausinn.. hvað gerist þá? verkið verður dýrara en það hefði verið ef raunhæfu tilboði hefði verið tekið, sá sem fékk verkið á rugl verði fer á hausinn og allir hinir sem hefðu getað unnið þetta eftir raunhæfu verði fara einnig á hausinn og kostnaður skattgreiðenda eykst af því verkverðið hækkar út af aulamistökum.

ef sú litla atvinnusköpun sem er í gangi núna er að fara eftir svona forheimsku þá boðar það ekki gott. Það þarf að mínu mati tafarlaust að bjóða öll þessi verk sem fóru undir 80% eins og annarstaðar í evrópu og bjóða þau aftur út. annars er voðinn vís.

þorgeir (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 16:30

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

framboð og eftirspurn - held við séum samt sammála um að verðin undanfarin 4 - 6 ár voru komin upp úr öllu velsæmi - ný tæki og tól voru keypt fyrir hvert hafið verk, ef það er ekki að fá vel borgað

Jón Snæbjörnsson, 5.6.2009 kl. 17:23

5 identicon

þú veist augljóslega ekkert hvað þú ert að tala um því miður. þetta er ekki svona einfalt og það er ekki hægt að líkja þessa við einhverja sölumennsku. þeir sem keyptu ný tæki keyptu þau á lánum og borguðu af þeim mánaðarlega eins og með flest annað og geta það aðeins ef önnur verk er í framhaldi af því fyrra.

og hvaða verð ertu eiginlega að tala um kallinn minn? vegagerðin gerir kostnaðaráætlun fyrir hvert verk eftir því verði sem er hverju sinni fyrir hvern lið í verkinu eða miðað við einhverja tímapunkta. svo alveg sama hvaða ár það er þá er 50% af kostnaðaráætlun rugl.

þorgeir (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 22:09

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég veit nefnilega helling um það sem ég er að tala um - hvernig sem tækin voru keypt er ekki mitt mál - þessir menn eða svokölluðu "tilboðsgjafar" hljóta að hafa reiknað sitt út úr hverju verki fyrir sig, bara óheppnir kanski.

Jón Snæbjörnsson, 5.6.2009 kl. 23:02

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mundu Þorgeir að vegagerðin vinnur upp úr gögnum hist og her, þeir eru ekkert meirí sérfræðingar heldur en einhver annar

Jón Snæbjörnsson, 5.6.2009 kl. 23:07

8 Smámynd: HUGI

Skuldirnar eru ekki vandamálið, heldur tekjunar. Fyritæki sem eru að bjóða 50% af kostnaðarverði, fara bara á hausinn, það er alveg á hreinu, þannig verður til kennitöluflakk og þjóðin tapar.

HUGI, 6.6.2009 kl. 06:58

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fyrirtæki hafa verið að bjoða í með ca 70% af áætlun og bara gengið upp, er möguleiki að vinnuafl sé ódýrara nú en áður, kanski leiga á tækjum sem ekki var til staðar áður ?

Jón Snæbjörnsson, 6.6.2009 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband