Gjaldeyrishöft forsenda vaxtalækkunar

Bankinn segir, að afgangur af utanríkisviðskiptum hafi ekki stutt við krónuna að því marki sem vænst var. Þetta hafi gert peningastefnunni erfiðara um vik að stuðla að enduruppbyggingu efnahags heimila og fyrirtækja og kallað á tiltölulega aðhaldssama peningastefnu í upphafi fjármálakreppunnar. Nú hafi verið dregið úr aðhaldinu en ennþá sé þörf á varkárni. 

„Með því að hindra óheft útflæði fjármagns stuðla tímabundin  gjaldeyrishöft einnig að stöðugra gengi krónunnar. Þar sem fjárfestar telja íslenskar fjáreignir mjög áhættusamar væri þörf á mjög miklum vaxtamun við útlönd til að styðja við krónuna ef slíkra hafta nyti ekki við og líklega einnig þegar þeim verður aflétt að lokum. Meðan veruleg óvissa er ríkjandi um erlendar skuldir þjóðarinnar, stöðu ríkisfjármála og endurskipulagningu fjármálakerfisins eru gjaldeyrishöft forsenda þess að hægt sé að draga verulega úr aðhaldi í peningamálum,"

Þá þarf líka að passa upp á að útflutningstekjur skili sér "óhreifðar" inn til landsins - nú þíðir ekkert brask - því meiri samstaða því fyrr gengur þetta yfir


mbl.is Gjaldeyrishöft forsenda vaxtalækkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband