skaut hana í andlitið

Culp var varla hugað líf eftir árásina, sem eyðilagði nef hennar, kinnbein, munnholið og annað augað. Það eina í andliti hennar sem var óskaddað eftir árásina var augnlokin, ennið, neðri varirnar og kinnar. 

Culp sagðist óendanlega þakklát læknum sínum. „Ég geri mér grein fyrir að þið eruð komin til þess að hitta mig, en mér finnst mikilvægara að þið beinið athyglinni að fjölskyldu konunnar sem lést og eftirlét mér andlit hennar.

Baráttu kona


mbl.is Fékk 80% af andliti annarrar konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greyið konan. Þetta er nú ekkert svakalega snyrtilegur frágangur á andlitinu.

Hjalti (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 08:11

2 identicon

Þvílík hetja, halda ótrauð áfram eftir að maðurinn hennar sviptir hana auðkenni hennar, fatlar hana og drepur sig.

Guðrún Geirsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 08:38

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hjalti - ég spáið svo sem ekkert í útlitið - finnst hún afreka mikið eftir þetta hroðalega "slys"

Guðrún - ja mikil hetja þesi kona

Jón Snæbjörnsson, 6.5.2009 kl. 09:19

4 Smámynd: Rebekka

Já baráttu kona.  Hérna er mynd af henni fyrir árásina, og á Reuters myndskeiðinu er hægt að sjá mynd af henni eftir árásina, áður en hún fékk nýja andlitið  (en þó eftir margar aðgerðir).  Ég er ekki alveg sammála Hjalta með fráganginn á andlitinu, þetta er gríðarlegur munur, og verður eflaust enn meiri þegar allar bólgur eru hjaðnaðar og blóðrásin komin í lag.

Andlit fólks er auðkenni þess, ég get ekki ímyndað mér hvernig það væri að missa andlitið svona bókstaflega eins og kom fyrir þessa konu. 

Rebekka, 6.5.2009 kl. 10:54

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

maður er þakklátur fyrir hversu mikið er hægt að hjálpa fólki á alla vegu

Jón Snæbjörnsson, 6.5.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband