kaup á vændi verði gerð refsiverð

Meirihluti allsherjarnefndar þingsins hefur lagt til að frumvarpið verði samþykkt.

til hvers að banna alla skapaða hluti með lögum ? hverjum er ekki sama með þetta, gæluverkefni hjá VG ?  trúi þessu bara ekki að nú á tímum sem þessum sitja ansk stjórnarkettirnir og mali sín á milli um svona mál, er þetta eitthvað must að gera og er ég að borga fyrir svona vinnu


mbl.is Umræðu um stjórnskipunarlög hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þar fór helgin í súginn

Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 17:16

2 identicon

Er þetta mál málanna í dag?

Ef ég hefði fyrir börnum að sjá og kreppan í algleymingi, þá myndu engin lög koma í veg fyrir að é seldi kropp minn fyrir fæði, klæði og húsnæði fyrir börnin.  Og ég myndi ekki gefa upp mína viðskiftavini.  Maður drepur ekki mjólkurkúna?   Svo þessi lög eru eins og önnur vitleysa ættuð frá Svíþjóð.

Og þar hlægja allir að þeim bæði vændiskonur og lögreglan.

Eins og alþingi hafi ekki annað við tímann að gera en að velta sér upp úr svona rugli...........

j.a. (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:16

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Jæja þessu var frestað.

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.4.2009 kl. 17:34

4 identicon

Þetta sýnir hugsunarháttinn. Að banna, banna ,banna. Ekta vinstri stefna. Verði þjóðinni að góðu eftir kosningar !!!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 18:35

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

enn rólegt Finnur ;)

Jón Snæbjörnsson, 18.4.2009 kl. 20:41

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir. Ég er sammála ykkur með þessi boð og bönn. Ég þoli ekki svona forræðishyggju.  Það virkar á mig eins og fólki sé ekki treystandi til að taka heilbrigðar ákvarðanir sjálft. Það sem ég óttast mest, er að afleiðing þessarar "kreppu" verði ,eins og Finna og Svía, að við endum  í ESB með boð og bönn út um allt. Slíkt drepur niður sjálfsbjargarviðleitni og einstaklingsframtakið sem við Íslendingar erum þekktust fyrir. Þetta vændistal er  bara ein útgáfan og ekki sú versta spái ég. Þegar svo bætist við allt reglugerðafarganið sem Samfylkingin vill leiða yfir okkur með ESB aðild þá má nú fara að biðja fyrir sér. Gott að helgin bjargaðist hjá sumum  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.4.2009 kl. 09:51

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega má ég þá frekar biðja um lyftu upp Esjuna

Jón Snæbjörnsson, 19.4.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband