Henda verðmætum

má ekki gefa þessi tré til þeirra sem vilja gróðursetja


mbl.is Milljón trjáplöntur á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Segi það með þér: má það ekki?  Og af hverju ekki?

Ásgrímur Hartmannsson, 18.1.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er hægt að setja af átaksverkefni fyrir þá sem eru án vinnu. Það eru til reglur um slíkt hjá Vinnumálastofnun og það geta skógarbændur vel nýtt sér. Slík átaksverkefni meiga standa í allt að 3 mánuði í senn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2009 kl. 16:33

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

segi það sama - og eða nýta ungt fólk sem þarf að læra að umgangast gróður og náttúru

Jón Snæbjörnsson, 18.1.2009 kl. 17:28

4 identicon

Þetta er ákaflega skondin umræða, gerir fólk sér ekki grein fyrir að það er til fólk sem hefur atvinnu af því að gróðursetja tré?  Það þarf líka kunnáttu til að gróðursetja tré, sérstaklega í miklu magni.

það er skorið niður í skógræktarverkefnunum þannig að mjög mannaflsfrek atvinnugrein (næstum öll trjágróðursetning er gerð með handafli) næstum leggst af og á móti eru lagðir meiri peningar í einhverja atvinnuleysissjóði.  Svo dettur fólki til hugar að sjálfboðaliðar, námsmenn og atvinnulausir geti séð um verkin.   

En með þessum hugsunarhætti er hægt að spara fullt af peningum; segjum upp sorphirðumönnum og látum atvinnulausa sjá um að hirða sorp.  Sérstaklega hentugt þar sem þá verða vanir sorphirðumenn atvinnulausir.  Nú svo getur hið opinbera hætt að kaupa vinnu af vélaverktökum og látið atvinnulausa vélaverktaka sjá um hin ýmsu verk á atvinnuleysisbótum.  Ég held að það sjái það flestir að kerfið virkar ekki svona.  

Það er frekar sorglegt að sjá niðurskurðinn í landshlutabundnu skógræktarverkefnunum þar sem vinnan þar var unnin af litlum fyrirtækjum með mjög litla yfirbyggingu.  Þannig að langstærsti kostnaður þessarra fyrirtækja var launakostnaður.  Í þessum verkefnum var líka unnið að sköpun verðmæta til framtíðar.  það er ekki bara gróðursetningar sem eru að detta út því skógar þurfa umhirðu og sá liður er líka skorinn niður og þeir örfáu skógarhöggsmenn sem voru á landinu eru farnir að leita erlendis að atvinnu.

Höfundur er verktaki í skógrækt.

Jón Heiðar (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 18:57

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Örugglega rétt hjá Jóni Heiðari, en samt má gera eitthvað betra við plönturnar en að henda þeim. Það þarf vafalaust að sinna þeim til vors, þegar hægt verður að gróðursetja þær og sjálfsagt til eitthvað af ónýtum íslenskum krónum til þess, en síðan mætti hugsa sér að gefa skólum nokkur stykki, þar sem gróðursetning plantna er fastur liður í innrætingu og uppeldi grunnskólabarna. Þau hafa komist ágætlega af með enga gróðursetningarmenntun og „skógarnir" þeirra, þó litlir séu, vaxa og dafna þar sem þeir fá frið fyrir síbreytilegu skipulagi sveitarfélaga.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 18.1.2009 kl. 21:57

6 identicon

Ég skil hvað þú ert að segja Jón Heiðar, en finnst þér nær að henda þessum plöntum frekar en að gefa þær? Það held ég nú að megi setja niður nokkrar hríslur hér og þar án þess að hafa tilskilda menntun. Ef fólk hefur áhuga á að setja niður sín eigin tré þá kynna þau sér málið væntanlega áður en tekið er til verka.

Já, fagfólk er vissulega ekki vel statt um þessar mundir, en réttlætir það förgun milljón trjáa sem hefðu betur nýst í landgræðslu og bætta náttúru til frambúðar? Svo líka eitt; ef hægt er að gera það frítt, hvers vegna að borga fyrir það? Þetta hljómar kannski skelfilega í eyrum skógræktarverktaka, en ég veit að ef ég gæti unnið verkið sjálfur, og hefði til þess nægann tíma, þá myndi ég tæplega ráða mér fólk til þess.

 Ef ég væri staddur í Afríku með tunnu af vatni þá myndi ég ekki hella úr henni í sandinn vegna þess að ég hafði enga fagmenn frá Rauða Krossinum til að útbýta því fyrir mig. 

Alexander Fannar Viðarsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband