Meira að segja lognið hefur hægt um sig á Nesinu í dag

Eins og "flesta"morgna þá vaknaði ég hress og glaður - niður i blöðinn - morgunmatur og svo gott kaffi á eftir - búinn í sturtunni og stefni á göngutúr vestur í suðurnes eftir nokkrar mínútur - ætla mér að rölta út fyrir golfvöllinn og kanna styrkleika íssins á Bakkatjörn í leiðinni sem ég er þó viss um að haldi - Akrafjall - Skrarðsheiðin sem Esjan skarta léttri hvítri slæðu sem er bara til að fegra umhverftið enn frekar - það er þung undiralda sem kemur upp að landinu úr vestrinu og lemur á fjörunni, í göngutúrinn kemu hún Soffía mín með mér sem og hundur dóttur minnar sem ég fæ stundum lánaðan en hún heitir Sunna af tegundinni Pug - traustur og skemtilegur hundur sem finnst ákaflega gaman að vera úti og leiðist nú ekki að vera með "afa" sínum Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband