Borgarafundur - Margrét Pétursdóttir

Hún kom þokkalega á óvart þessi kona á fundinum í gær - ég var nú ekki á staðnum heldur fylgdist með í gegnum sjónvarpsmiðilinn - þakka RÚV fyrir að bjóða upp á þessa útsendingu þar sem allir landsmenn gátu séð og heyrt.

Margrét benti á lélega verkalíðsforustuna í landinu og ef ég hef tekið rétt eftir þá kom hún með þá uppástungu að þeim yrðu úthlutaðir stólar á sviðinu jafnvel á næsta fundi -  ég styð það því ég vil Ögmund af þingi og VR formann í burtu tafarlaust - ég vil líka að verkreglum VR verði breitt og fólkinu komið undan þeirri birgði að þurfa sjálft í eigin persónu að fá leiðréttingu launa sinna í gegnum sína yfirmenn - tilhvers er verkalíðsforustan ef ekki til að ná fram launajöfnuði í landin svo allir geti lifað af launum sínum og  setið við sama borð - það er langt í frá fyrir alla að geta sótt fram og beðið um launaleiðréttingar á vinnustað - til þess höfum við verkalíðsfélög

 

Ég er ánægður með það þegar ræðumenn/framsögumenn eða mótmælendur blanda ekki pólitík eða flokkum inn í umræðuna - þannig held ég að umræðan verði sem breiðust - við viljum spillinguna í burtu, hún ekki er ekki meira í einum flokk en öðrum, hún er í öllum flokkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Láttu ekki líða yfir þig en ég er ; sammála sammála sammála

Heiða Þórðar, 25.11.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Eygló Sara

Já Jón ! Spillinguna í burt

Eygló Sara , 25.11.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband