Að réttlæta "forgangsverkefnið" Vaðlaheiðagöng" .. mér er spurn !

Þung umferð og færð á Hellisheiði, það eru margir sem sækja vinnu og þurfa því að fara þarna um ... i báðar áttir þó ég reikni með að mun fleyri séu á leið í átt að Reykjavík í skóla eða vinnu .. ?

 Umferð á Hellisheiði. Mynd úr myndasafni

 

 

Núna kl 1030 eru um 1280 bílar búnir að fara um Hellisheiðina og Þrengsli .... nokkrir bílar búnir að "fjúka" út af og eða lenda í öðrum umferðaróhöppum, gott á meðan ekki er slys á fólki !

Þetta er náttúrulega ekki í nokkurri líkingu við það sem fer um Víkurskarðið en um kl 1030 voru 106 bílar búnir að fara þar um ... ég er stórlega efins um þessi Vaðlaheiðargöng ... nær væri að "tryggja" umferðaröryggi á stöðum þar sem umferð er mun þyngri og svo oft varasamari ungum og óreyndari ökumönnum sem öðrum !


mbl.is Mikil umferð þrátt fyrir viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband