Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Undanfarna daga hefur togarinn Vigri RE 71 verið í slipp í Reykjavík og hefur skipið dregið að sér athygli gesta og gangandi enda tígulegt á að líta

Vigri vekur athygli í slippnum í Reykjavík

Vigri er stærsta og þyngsta skipið sem hægt er að taka upp í Norðurbrautina

Það verður sjónarsviptir að sjá á eftir þessu svæði en ákveðið hefur verið að þessi "gamli" viðhaldsstaður báta og skipa verði fluttur upp á Grundartanga ..... hvað fáum við svo í staðinn "Kaffihús" og annað menningarlegt reikna ég með .... "hafnarrúntar" heyra nú sögunni til hér í Reykjavík.

Hver hefur ekki gaman af að skoða og umgangast báta og skip ? veit ekki betur en að starfandi hafnir dragi að sér fók og menningu eða það hafa þær gert í gegnum aldirnar, eitt er víst að hér verður stórt skarð í að fylla í atvinnu sem og sögulegri merkingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband