Hefði viljað sjá td alþingismenn standa upp hér .........

og taka skíra afstöðu til þessa máls alls ....... það er vitað að það vantar meira en 500 milljarða til að leiðrétta stöðu lífeyrisstjóðs hjá "opinberum" á næstu árum, sá kostnaður mun lenda á hinum venjlulega launamanni sem og lífeyrisgreiðanda .....

Opinberir stafsmenn hafa í skjóli fullyrðinga um að laun þeirra séu almennt lægri en hjá almennu launafólki, alla tíð búið við umtalsvert betri lífeyrisréttindi en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði. Þá eru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna tryggð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna óháð ávöxtun lífeyrissjóðsins á hverjum tíma en almennt launafólk hefur enga slíka baktryggingu og þarf sjálft að bera áhættuna í sínum lífeyrissjóðum. Óréttlætið sem í þessu felst endurspeglaðist vel í kjölfar fjármálahrunsins þegar lífeyrissjóðir almenns launafólks þurftu lögum samkvæmt að skerða réttindi lífeyrisþega sinna umtalsvert til að rétta stöðu sjóðanna á sama tíma og réttindi opinberra starfsmanna, sem tryggð eru með skattfé, standa óhögguð.

Almennu launafólki er þannig gert að taka á sig bæði skerðingu á eigin réttindum og auknar álögur til að standa undir óhögguðum réttindum opinberra starfsmanna, því lífeyrissjóðir þeirra urðu ekkert síður en almennu sjóðirnir fyrir áföllum í kjölfar hrunsins. Við þetta óréttlæti verður ekki búið

góðu heilli þá tel ég að við eigum landsmenn allir að einhenda okkur í þetta mál og einfalda allt ....... kanski nær danska kerfinu þar sem þú uppskerð í hlutfalli við það sem þú leggur inn ......

Tel þetta mál mun meira aðkallandi fyrir landsmenn/þingheim samanborið málið að snúa klukkunni hvort sem er í austur eða vestur ...... !


mbl.is Mikilvægt að jafna lífeyrisréttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband