Siglingastofnun stendur við þetta vænti ég ...... árið er 2006 hér

17.2.2006

Bakkahöfn er valkostur

Nýlega lauk hjá Siglingastofnun Íslands lotu rannsókna sem staðið hefur yfir síðan haustið 2005 þar sem kannað var hvort unnt væri að byggja ferjuhöfn á Bakkafjöru og halda uppi áætlunarsiglingum milli Vestmannaeyjahafnar og Bakkafjöru allan ársins hring.

Ekki eru sýnilegir neinir tæknilegir meinbugir á því að byggja ferjuhöfn á Bakkafjöru og halda úti ferju á siglingaleiðinni milli Vestmannaeyjahafnar og Bakkahafnar með fullu öryggi allt árið.

Bakkafjara mynd

Öldumælingar og líkantilraunir hafa leitt í ljós að einungis þyrfti að fella niður um 1,6% áætlunarferða ferju á þessari leið á ársgrundvelli. Ferðir ferjunnar munu aðeins falla niður í 3-4 daga á ári vegna veðurs þannig að áætlun hennar verður áreiðanleg.

****

Nokkrar lausnir eru færar, en nú þarf að takast á við uppkomið vandamál - þarf ekki neina sérstaka svartsýni bara taka á málunum og leysa þetta verkefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband