Þá er það Þorlákshöfn eða

í framtíðinni verður að staðsetja "dælupramma" í Landeyjarhöfn, það er víða gert erlendis í höfnum sem settar hafa verið upp við "svipaðar" aðstæður - en þangað til og ef að  minnstri grunur er á því að skipið geti tekið niður eða jafnvel strandað og þannig stofnað skipi, farðþegum, áhöfn og farmi í hættu þá ætti að fara mjög varlega í að nota þessa "aðstöðu"

Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.

Ekki þarf nema einn stein úr hafnargarðinum eða utan af hafi til að rífa gat á skokkinn, "nota bene" það eru oliutankar í þessu skipi eins og öðrum


mbl.is Herjólfur hægði á sér í drullunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Jón, já ljóst er að ekki lítur þetta glæsilega út og einhvern vegin finnst manni að það hefði mátti gera ráð fyrir þessu... Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort það hafi verið lokað augunum fyrir því að þessi staða gæti komið upp og meira horft til glansmyndarinnar í heild sinni á verkefninu... Þetta er jú sjórinn sem er verið að eiga við og hann er óútreiknanlegur eins og við öll vitum og nægir að horfa til Krossá til að vita að farvegurinn er ekki eins eina mínútu ef hægt er að segja svo...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.9.2010 kl. 09:23

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæl Ingibjörg, já eins og þú segir þá hefur maður á tilfinningunni að horft hafi verið full ákveðið á glansmyndina í heild - tel þetta þó mögulegt með þrotlausri vinnu ásamt "einvherjum" kostnaði hér eftir

Landeyjarhöfn kemur þó líklega aldrei til með að flokkast undir "örugg" höfn

Jón Snæbjörnsson, 6.9.2010 kl. 09:41

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið þessi höfn er og mun verða klúður frá upphafi!

Sigurður Haraldsson, 6.9.2010 kl. 09:46

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

aðeins að leiðrétta mig, Landeyjarhörn kemur líklega "seint" til með að flokkast sem "örugg" höfn

Jón Snæbjörnsson, 6.9.2010 kl. 09:50

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er einn hængur á að staðsetja þarna sanddælupramma, en höfnin er það þröng og lítil, að ég tel, að ekki sé pláss fyrir hann í höfninni og ef hann ætti að sigla út fyrir höfnina þegar von væri á Herjólfi yrði "effektífur" vinnutími hans svo lítill að ekki væri réttlætanlegt að hafa hann þarna...

Jóhann Elíasson, 6.9.2010 kl. 10:41

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

víða er þetta gert erlendis - kanski ekki beint prammi sem tekur mikið pláss en þessi aðferð er viðurkennd og heldur víða sambærilegum sand-höfnum "opnum" - hér er kanski erfiðara um vik - þekki það ekki nógu vel

Jón Snæbjörnsson, 6.9.2010 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband