Ferlega klaufalegt ...........

þessi ágæta kona í forsvari fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir norðan

Sigrún Björk Jakobsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

hundfúlt að fólk leggji út í svona fíflagang og það með heilan flokk fólks að "veði", varla hægt að velja sér viðkvæmari tímasetningu .... munu kjósendur sýna Sjálfstæðisflokknum sama trúverðugleika og áður eftir "sviftingar" sem þessar ? já ég held það eða vona það allavegana

þau eru svo sem ekki ein um að fara í svona gjörninga en fólk verður að huga að heildinni

 


mbl.is Fella kaupmálann úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þeir sem sýna þessari konu og flokknum sama trúverðugleika eftir þennan gjörning, efu jafn spilltir og hún og flokkurinn.

Hamarinn, 7.5.2010 kl. 09:28

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ef sú sjálfsagða ráðstöfun að vernda heimili sitt er glæpur þá eru margir í vandræðum - Jón er í viðskiptalífinu - hann hefur lagt fram hlutafé ásamt öðrum - hann virðist í persónulegum ábyrgðum ásamt öðrum - Það er fullyrt að þrátt fyrir kaupmálann eigi hann vel fyrir öllum skuldum rekstrarins - það hefur ekki verið hrakið -Kaupmálinn aðeins trygging fyrir heimilið.

Það er með þessum þvingunum sem og öðrum - verið að þrengja að konum í stjórnmálum - sem er til skammar - Ef eiginmenn þeirra eru í viðskiptum getur það verið mjög slæmt fyrir þær. Spurningin er líka - af hverju er fólk að reyna að byggja upp atvinnulífið ( að vísu í andstöðu við stjórnvöld ) ef fyrirtækjarekstur er slík glæpastarfssemi sem hann virðist vera skv. bloggurum. Eða er það bara ef rekstraraðilinn er maki stjórnmálakonu í röngum flokki?

Guðlaugur Þór - Steinunn Valdís og Helgi Hjörvar liggja undir ámæli fyrir styrki - ekkert þeirra braut af sér - styrkirnir endurspegla fyrringuna sem þá ríkti - - á eiginmaður Steinunnar ekki að fá eitt stykki skítabað eða eiginkonur Guðlaugs og Helga??

Makarnir hljóta að hafa vitað um þessi mál - Vitanlega á ekki að moka yfir þetta fólk - hvorki þingmennina eða makana. Öskur bloggdómaranna um afsagnir þeirra eru ofbeldi og ekkert annað.

Dylgjur um óeðlilega aðkomu þeirra í ljósi styrkjanna eru ekkert annað yfirlýsing æparanna um að þeir sjálfir myndu haga sér þannig undir slíkum kringumstæðum.

Ég veit ekki betur en þau þrjú séu heiðarlegt fólk sem vinnur að þeim málum sem þeim ber á þinginu í samræmi við þær reglur sem þar gilda.

Læt þetta duga að sinni og sendi fúkyrðanotendum samúðarkveðjur - og

fyrir nokkrum árum sagði þriggja og hálfsár gamall drengur á Húsavík -           " Þegar maður talar ljótt þá er hjartað að skíta ". (Gullkorn - úr hugarheimi íslenskra barna - Bókaútg Hólar 2002).

Ég held að hjörtu margra bloggara séu með niðurgang.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.5.2010 kl. 09:33

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað vitleysa "Hamar" - ég er allavegana ekki á förum úr Sjálfstæðisflokknum og vil meina að ég sé ekki endilega verri maður en td þú samt - við áorkum litlu á okkar æfi ef við ætlum sí  og æ að stökkva frá borði þegar einvherju má eða þarf hugsanlega að breita eða lagfæra

Jón Snæbjörnsson, 7.5.2010 kl. 09:36

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

reiði fólks er mikil í dag Ólafur Ingi - í viðsktum árum áður þá lögðu "menn" allt undir nema "skjólið" sem fjólskyldan kanski átti þe húsið - íbúðina eða hæðina - í dag gegnir svipuðu nema að nú eru það einbílishúsin - sumarbústaðirnir - bílarnir - flugvlél - búsatður útlöngum - stóðhestar - hestabúgarðar - veiðilendur ofl ofl sem sett er í "kaupmáttarskilmála" í dag - af sem áður var - en ekkert er kanski ólöglegt við þetta, tímasetning er slæm

Jón Snæbjörnsson, 7.5.2010 kl. 09:41

5 Smámynd: Hamarinn

Kaupmálinn er einfaldlega gerður til að hlífa eignum þeirra, ef svo skyldi fara að fjárfestingarnar standist ekki. Þá skulu lánveitendur bera skellinn ekki sá sem til skuldanna stofnaði. Semsagt mottó sjálfstæðisflokksins í hnotskurn. Einkavæðum gróðann, ríkisvæðum tapið.

Hamarinn, 7.5.2010 kl. 10:06

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hamar - undir venjulegum kringumstæðum þá leggur fólk út í viðskipti til að skila góðum verkum út í samfélagið sem og að hafa eitthvað fyrir sinn snúð - á sama hátt leggur hinn sami líka undir helling, lausafé sem og önnur verðmæti - viðskipti er áhætta í margar áttir - sem ugglaust einhverjir fara illa með - alhæfum nú ekki of mikið 

Jón Snæbjörnsson, 7.5.2010 kl. 10:25

7 Smámynd: Dexter Morgan

Ég held að fólk sé fífl. Þess vegna held ég að þetta muni lítil áhrif hafa, því miður; en það er bara af því að fólk er fífl. Enda fannst Sigrúnu Björgu það líka, skildi ekkert í því að hún væri í "viðtali" við fréttamann út af svona tittlingaskít. Hún er greinilega sömu skoðunar og ég.

Nú styttist í það að fólk/kjósendur geti afsannað þessa kenningu mína, nú, eða stutt hana, fer allt eftir því hvort ég hef rétt fyrir mér eða ekki.

Dexter Morgan, 7.5.2010 kl. 10:36

8 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta átti auðvita að vera Sigrún BJÖRK hjá mér.

En halda menn virkilega að einhver trúi því að hjón, gift til margra ára, hann í bisness, hún í pólitík, sitji við eldhúsborðið eitthvert kvöldið og annað þeirra sagt: "hey, ættum við ekki að gera kaupmála", "jú, frábær hugmynd" segir hitt. "Ég er hérna með pappírana", segir annað, "ok, ég skrifa undir" segir hitt........

Ef frambjóðendur halda að fólk trúi þessu,,,, ja, þá segir það meira um þá heldur en kjósendur.

Dexter Morgan, 7.5.2010 kl. 11:25

9 Smámynd: Hamarinn

Hárrétt hjá þér Dexter.

Hamarinn, 7.5.2010 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband