Lengri tími til þess að ná eignum upp í skuldir ?

Hvað varð um þetta frumvarp ? vék það fyrir Nektardansgjörningnum ?

Áhugaleysi ríkisstjórnar sem og Alþingismanna Íslands ?

Formaður efnahags- og skattanefndar, ætlar að leggja fram frumvarp um lengingu fyrningar á fjármálagjörningum í líkingu við þá sem margir eignamenn gripu til í kringum hrunið. Það þýðir að stjórnvöld hafa lengri tíma til ógilda þá.

Fjölmargir eignamenn færðu húseignir sínar, bíla og aðrar eignir yfir á eiginkonur sínar og aðra fjölskyldumeðlimi eftir bankahrunið. Með því reyndu þeir að tryggja að lánadrottnar gætu ekki gengið að eigum þeirra.

Samkvæmt núgildandi lögum eru slíkir gjörningar riftanlegir í allt að tvö ár frá því þeir eru gerðir þar til ósk um gjaldþrotaskipti er sett fram.

Gjörningar sem þessir verði gerðir riftanlegir 4 ár eða lengur eftir að þeir eru gerðir !!

***********

EKKERT AÐ GERAST ? 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vil sjá meira af þessu frumvarpi eins og þú, algjört möst að mínu mati að framlengja tímamörkin. 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2010 kl. 12:34

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Var þetta ekki bara sýndarmennska eins og svo margt annað hjá LANDRÁÐAFYLKINGUNNI og hennar viðhengjum??  Annars er þetta frumvarp til mikilla bóta og ég þekki engan sem ekki styður það af heilum hug en ég held að flestir vilji sjá það komast í FRAMKVÆMD.

Jóhann Elíasson, 25.3.2010 kl. 13:01

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það virðist fara lítið fyrir því á hinu "virta" alþingi okkar

já ég er hræddur um að þetta sé meira "show" en alvara

Jón Snæbjörnsson, 25.3.2010 kl. 13:05

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón. Þingið var nú mjög krúttlegt í dag og var  nánast einhugur í fólki og sumir næstum klökkir. Við ættum að senda Helga hvatningu og styðja hann í að halda þessu til streitu. Ég held að hann sé ekki með show en oft er erfitt að koma sínu að þegar brýn mál eru á döfinni eins og naktar erlendar konur og hjónalíf landands .  Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.3.2010 kl. 19:18

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæl Kolbrún og takk fyrir innlitið, krúttlegt á þingi ;) er þetta mál ekki mál allra ekki bara þessa Helga sem er svo sem ekki mínu meginn en ég styð það sem ég tel rétt og gott gert - sama hvaðan kemur eða þannig :) Forgansröðun er oft undarleg "þarna" þett lagast vonandi allt þegar þið dettið þarna inn eftir kosningar.

Ég vildi samt sjá þetta mál fá meiri eða öflugri "umgjörð" svo hægt væri að keyra það í gegn fyrir sumarið - enda hver að verða síðastur hér.

mbkv Jón

Jón Snæbjörnsson, 25.3.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband