Víðar sem laun duga varla fyrir framfærslu ................

Undrast viljaleysi stjórnvalda sem og umburðarlindi alþingismanna og pólitíkusa almennt að láta svona hluti afskiptalausa - "góðærinu" var ekki hægt að hækka launin hjá þeim lægst launuðu umfram einhver 2 - 3%  og hvað þá nú þegar allt stefnir í voða.

Hvað er til ráða ? Get mér þess til að ekki sé svigrúm nú til að hækka laun víða en hvað þá með að lækka launin hjá þeim sem allt of mikið hafa og deila til þeirra sem lítið er látið eftir  ? - margir eru með 10föld laun td verzlunarfólks - kanski bara eðlilegt þar sem ábyrgðin er svo mikil en bara þegar vel gengur !


mbl.is Telja launin ekki duga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ábyrgðin gildir greinilega aðeins þegar vel gengur. Svo eru þessir hálauna bankafurstar flestir farnir úr landi. Og enn heyrir maður af ofurlaunum í nær gjaldþrota landi. Er nema von að fólki leiðist biðin eftir réttlætinu.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.1.2010 kl. 11:13

2 Smámynd: Jón Lárusson

Verð nú samt að segja það, að ég sé ekki hvernig það hjálpar láglaunafólki að lækka laun þeirra hæst launuðu. Það er alveg jafn ómögulegt að greiða gjöldin og ég yrði virkilega hissa ef lækkuð "hálaun" kæmu til hækkunar láglaunum.

Ég held að launin séu í raun ekki of lág, heldur er það kostnaðurinn sem er of mikill. Það þarf að endurskipuleggja allt kerfið hjá okkur, en það er enginn vilji til þess hjá ráðamönnum. Lausnin liggur oft í því að horfa fram hjá afleyðingunum og einbeita sér að orsökunum.

Bendi á lausnir www.umbot.org

Jón Lárusson, 18.1.2010 kl. 11:24

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Lárusson, ef kostnaðurinn er of mikill þá eru launin OF LÁG en það er alveg rétt hjá þér að það hjálpar láglaunafólki EKKERT að LÆKKA háu launin.  Kjarasamningar eiga að ganga út á það að gera LÆGSTU laun mannsæmandi en ekki að semja um einhverja flata prósentuhækkun upp alla launaflokka eins og hefur verið gert í samningum undanfarna áratugi.

Jóhann Elíasson, 18.1.2010 kl. 11:36

4 Smámynd: Jón Lárusson

Ef tekjur ná ekki til framfærslu, þá er það vegna þess að ekki er samræmi þar á milli. Þá er spurningin um það hvernig á að lagfæra það. Ég get alveg verið sammála Jóhanni með að launin séu of lág, en það er líka hægt að segja að kostnaðurinn sé of mikill. Þetta er spurningin um það hvernig við ætlum að ná jafnvægi þarna á milli.

Eins og ég lít á þetta, þá tel ég betra að leita leiða til að lækka kostnaðinn, heldur en að hækka lægstu launin. Hækkun launa leiðir alltaf til hækkandi verðlags, þannig að þetta verður bara eltingarleikur. Ef við lítum hins vega á kostnaðinn, þá má lækka hann án þess að það leiði til lækkandi launa. Jafnvæginu verður því betur náð á varanlegan hátt með því að horfa á kostnaðinn og hvernig hægt er að lækka hann, heldur en að horfa á launin og hvað þarf að hækka þau mikið.

Ein helsta ástæðan fyrir því að fólk getur ekki staðið undir skuldbindingum sínum í dag, er brjálæðsilegt skatta og gjaldafyllirí ríkisstjórnarinnar, þetta ásamt hækkandi vísitölum er það sem þarf að skrúfa til baka.

Varðandi flata prósentuhækkun og hvað hún sé nú slæm, þá væri ekki um þetta misræmi að ræða ef flöt prósentu hækkun hefði verið við líði, þá væri hlutfallslega jafn mikið bil á milli launa og áður. Stökkið liggur í því að sumir hópar hafa fengið mun meiri hækkanir en sem nemur prósentuhækkunum.

Auðvitað á það að vera algert skilyrði að fólk geti lifað af tekjum sínum, en spruningin er hvernig eigum við að ná því fram.

Jón Lárusson, 18.1.2010 kl. 12:43

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er sammála Jóhanni hér, sé ekki að nokkur "venjulegur" launþegi hafi tíma til fara í eitthvað ferli sem á að lækka framleiðslukostnað td á mjólkurvörum bara til að leiðrétta kaupmátt þeirra semm minna og minnst meiga sín hér - eins og Jóhann þá þarf að hífa upp lægstu launin í gegnum árin hefur verið gengið hart á það fólk sem við þau strörf vinna - fiskvinnsla, verzlun, ummönnun svo dæmi sé tekið - langtíma flóknar formúlur fyrir það eitt að hafa ofaní sig og á ? Nei sé það ekki ganga upp

Jón Snæbjörnsson, 18.1.2010 kl. 13:11

6 Smámynd: Jón Lárusson

Það væri jafn auðvelt fyrir ríkið að draga til baka allar hækkanirnar á sköttum og gjöldum, sem sýna sig ekki skila neinu í ríkissjóð, og það er fyrir ríkið að berja í gegn einhverja launahækkun. Sú lausn væri líka skammvinn þar sem þá myndi allt hækka í kjölfarið og við standa í sömu sporunum.

Auðvitað má alltaf kasta því fram að það taki skemmri tíma að hækka launin, en að fara í lækkun opinberra gjalda, en þetta er allt spurning um vilja. En það er akkúrat þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Það er nefnilega ekki vilji til að vinna verkið.

Jón Lárusson, 18.1.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband