En nú kemur þunginn að utan ...
Föstudagur, 15. nóvember 2019
Bjarni er búin að vera fjármálaráðherra það lengi að það er tæpast afrek að VERÐA að hlýta þeim reglum sem Ísland hefur undirgengist með alþjóðasamningum.
Heldur fynnst mér íslensk yfirvöld hafa dergið lappirnar og fylgt linlega eftir skattarannsóknum.
Enn og aftur beinast augu manna að þeim beinu hagsmunum sem stjórnvöld hafa á undanskotum.
En nú kemur þunginn að utan! þar er verið að rannsaka peningaþvætti og undanskot Íslendinga frá skatti.
Samherji er eitt! Björgúlfsfeðgar Jón Guðmundsson í timbrinu Jón Ólafsson í vatninu annað!
Laxeldisstöðvar sem eftir 9 ár og gríðarlegt umfang, skila engum sköttum til ríkis ekki álbræðslur heldur!
Ekki furða að Fjármálaráðherra sé þungur á brún þegar augu beinast að skilvirkni hanns!
Hanna Birna sagði af sér Sigríður Andersen sagði sig frá embætti gerir Kristján Þór það líka?
Bjarni kynnir hert skattaeftirlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
að græða á hugsjónaleti ....
Sunnudagur, 10. nóvember 2019
Sjálfstæðisflokkurinn glataði tækifærinu að skilja á milli þjóðar og ofríki EES
Miðflokkurinn á eftir að græða á hugsjónaleti Sjálfstæðisflokksins!
Sækir beint í hjarta Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ekki rétt né jafnt gefið ...
Miðvikudagur, 23. október 2019
- og svo kemur í ljós að Seðlabankinn hefur tíðkað álíka sponslur" til annarra- starfsmanna bankans þessi leið er bara eins og hinar! Tilraun til að hækka laun framhjá föstum launum ! Gefa skít í opinberar launa töflur!
Átta milljónir í styrk og 60% mánaðarlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
peningaöflum hefur verið hampað .....
Sunnudagur, 20. október 2019
- á bakvið er sú staðreynd að peningaöflum hefur verið hampað á kostnað þjóðar alveg frá komu feðganna og sölu Búnaðarbanka.
Ísland eigi skilið að vera á gráa listanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
manni hryllir við !
Sunnudagur, 29. september 2019
Og þetta eru íbúar sama byggðarlags þetta er svo ömurlegt að
svona geti gerst Hvar eru stéttarfélög og Félagsmálaráðuneyti ?
Þetta eru íbúar sem minnst hafa á milli handa!
Ömurlegt lið sem dettur þetta í hug og kalla svo á Borgarafund
til að fá stuðning íbúa við að níðast á samborgurum!
Blaut tuska í andlitið á tryggum starfsmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
undarlegt hvað fagsamtök eru sein til ....
Laugardagur, 28. september 2019
Efling og Alþýðusambandið ( Drífa ) hljóta að blanda sér í þetta svipað mál kom upp með húsaleigubætur hjá Borginni sem hlunnfór leigendur sína.
Undarlegt hvað fagsamtök vinnandi stétta eru sein til að koma til hjálpar við þá sem minnst meiga sín!
Svo kallar sveitastjórn Vopnafjarðar á Borgarafund til að láta fólk sætta sig við hluta af þeim kröfum sem sveitarfélagið þarf að borga með réttu!
Launin okkar sem hurfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stórt verk fyrir Jón Gunnarsson ritara flokksins ...
Mánudagur, 23. september 2019
Þegar forystan gleymir stefnuskrá flokksins og gleymir að upplýsa flokksmenn um að þeir séu að skipta um kúrs fer illa !
Virðing og traust flokksmanna þverr og þetta er bara að fara að gerast!
Þegar flótti brestur á getur orðið erfitt að stoppa fylgishrun!
Stórt verk fyrir Jón Gunnarsson að snúa því við og koma inn í Flokksréttina !
Fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,3% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nákvæmlega það sem mun gerast ....
Fimmtudagur, 12. september 2019
Afleiðingar munu ekki láta standa á sér, æ fleiri Íslendingar, íbúar úthverfa, munu hætta að leggja leið sína í bæinn.
Rukkað verði í stæði til kl. 20 á kvöldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
hún er flott ung kona !
Föstudagur, 6. september 2019
Já hún er klár og lætur ekki hleypa sér upp og á alveg skilið að fá tækifæri.
Nú veit ég ekki hvernig hún stóð sig sem ritari Flokksins, sem er ábyrgðarstaða.
Hún hefur aftur á móti staðið sig vel inni á þinginu og unnið vel.
Ef Eysteinn gat staðið sig í fjármálum ætti Áslaug Arna að geta staðið sig í dómsmálum.
Allt er ekki fengið með aldri og reynslu
Áslaug Arna mun standa sig vel- með svona vaska fjölskyldu á bakvið sig !
Ætla að nálgast þau af auðmýkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lítið hlustað á gagnrýni flokksmanna!
Föstudagur, 6. september 2019
Það er lítil gleði í Þingflokki Sjálfstæðismanna og ekki alveg víst að Bjarni hafi þessi hreðjatök á þingmönnum, sem hann heldur.
Nema þeir séu þær dulur að engin vilji rugga góðu fleti?
Þingmenn vakna nú upp við að fylgið er ekki bara í 101 og hættulegt að hlust á álitsgjafa og netmaðka eingöngu.
Þingmenn fóru í fundarferð um landið en hlustuðu þeir ekki á Flokksmenn ?
Hvernig væri að rifja upp að Samfylkingin tapaði fylgi með því að allir gáfu kost á sér áfram Endurnýun engin og lítið hlustað á gagnrýni flokksmanna!
Hvernig ætlar Flokkurinn að endurnýja sig? Með stefnuskrá sem svo engin fer eftir?