óvilji ráðherra ....

Svanhvít og þríeikið hafa ráðið þessu alfarið.

Af hverju má ekki taka alþingi með í þessar reglur - og spyrja hvort frelsi landsmanna sé nokkra Covid sjúklinga virði - ?

Þessi óvilji ráðherra að hafa samráð er sláandi - "Mitt ráðuneyti" "Mínar reglur" ... 


mbl.is Vill lagaheimild fyrir sóttkvíarhótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það er þetta óþol óþol ...

Það er þetta óþol okkar sem gerir að allar reglur eru fyrir hina - við eigum að fá sérafgreiðslu, reglurnar eru settar af því að margir virða ekki sóttkví - allir lofa fögru ætla beint heim í einangrun, sem svo jafnvel ráðherrar og þingmenn  brjóta og halda að „sorry“ stoppi smit !

Sóttvarnarreglur hér á landi eru miklu veikari en í Evrópu - þar sem öllu var skellt í lás.

Að ekki hafi komið upp smit á gosstöðvum er auðvitað vegna þess að allir eru með hanska og huga flest vel að sóttvörnum almennt.

 

Það verður fróðlegt að sjá hvort lögfræðingum tekst að rústa sóttvarnarreglum stjórnar ?

Auðvitað halda 96% settar reglur - en svo er 4% , sem gerir lífið leitt fyrir okkur !


mbl.is Þórólfur hefur skilað inn kröfugerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

uppihald á kostnað skattgreiðenda ....

Maður er að verða þrælpirraður á þessu dekri við ferðaþjónustuna !

Fólk á að borga sjálft - það eru tékuháir ferðamenn sem koma í svona

túristaferði í dag ! - og sekta duglega ef þeir halda ekki sóttkví .

Fólk sem kemur í 4 daga á ekki að komast inn í landið !


mbl.is Smit utan sóttkvíar tengjast landamærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum stöðuna ....

Eitthvað er að stíflast ! - En tökum nú stöðuna ! - Lokað land færir velsæld til íbúanna !

Sjávarútvegur gengur vel - Áliðnaður líka. - LAGFÆRING Í LANDBÚNAÐI ÆTTI AÐ SKILA VEL !

Það verður að hætta mjólkurframleiðslu á Vestfjörðum ef um erfiða fjallvegi þarf að fara !

Það eina sem gengur illa hjá okkur er Ferðaiðnaður - sem rekin er á innfluttu vinnuafli.

Má ekki bíða aðeins eftir að önnur lönd sigrist á veirunni ?

Þurfum við að æða af stað eins og núna í Túristagosi ! þar sem engin lætur af stjórn ?

Nú er stigið nokkuð fast til jarðar þvert yfir sem er gott - þá ættum við að sigrast hraðar á óværunni og ferðast um landið eins og 2020 nema nú mun fagmanlegar !


mbl.is Tíu manna fjöldatakmörkun frá miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skulum fara varlega hér ... !

Stutt í kosningar - og ferðaþjónustan er með frábæra lobbyista !

Ferlega ofmetið framlag ferðaþjónustu á landshag - hún er mest froða byggð á oflágum launum og lélegu framtali.


mbl.is Ekki ótækt að Ísland fari sérleið með vottorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar fleiri í Þingvallanefnd!

Þvi er ekki Valhöll byggð upp aftur svo amk íslendingar hafi tilgang með að keyra austur ...

Roluskapurinn er alger þar og engin skapandi hugsun þar inni í núverandi nefnd!


mbl.is Neyðarmerki á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið á eftir 75% ....

Ef verið er að KANNA sölu á 25% hlut í Íslandsbanka

er það góður kostur fyrir ríkið að selja - ef bærilegt verð fæst fyrir !

Ríkið á eftir 75 % og ræður stefnu bankans.

 

Það er með ríkisbanka eins og heilbrigðiskerfið - gott að fá samkeppni til að geta borið saman !

Vinstrið heldur alltaf að allir séu að svindla á ríkinu - en svo skortir allt eftirlit með kostnaði, gæðum og kennitöluflakki !


mbl.is Eðlilegt að fólk sýni sölu ríkiseigna tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tjáningarfrelsi ....

Það á að vera tjáningarfrelsi – en menn verða að fá að leiðrétta aðra, án þess að missa sig

í ruddalegu orðbragði.

Að setja lög og banna alla skapaða hluti er rugl. Lög um bann við rugluðum skoðunum um helförina eða ákveðnum trúarhugmyndum.


mbl.is Hatursorðræða gegn stjórnmálum verið viðurkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ekkert undrabarn ....

Sko ... Helga Vala þarf að halda 1 sæti hér í Reykjavík og

Logi er bara - ekkert Undrabarn í pólitík lengur.

Ætli þau Helga Vala og Logi berjist ekki um forystu í haust!

 


mbl.is „Leikaraskapur og lýðskrum“ Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú á að taka hann niður! – kemst ekki í framboð aftur!

Það er samt stórhættulegt að loka á hann á netinu -

afhjúpa hvað hægt er að taka menn niður auðveldlega.

 

Lýðræðið er samfélags ábyrgð - Hver og einn á að gæta þvi !

Er lýðræði í Bandaríkjunum ? - ég efast um það - 

Sýnist að stóru hugveiturnar  (sem Trump er snillingur að nota)

stjórni almenningsáliti bæði þar og hér heima !

 


mbl.is Rétt en hættulegt segir forstjóri Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband