Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
"Þurrt" tröllríður Samspillingin íslensku samfélagi ......
Fimmtudagur, 29. júlí 2010
ekki annað hægt en að vera sammála Ástu Sigrúnu Helgadóttur og efast um að faglega hafi verið staðið að ráðningunni í þessa stöðu umboðsmanns "skuldara" - sá sem var ráðinn Runólfur nokkur hefur fengið afskrifaðar mörghundruð milljónir sem hafa síðan fluttst yfir á íslenskan almenning til greiðslu - nú á hinn sami að vera hlutlaus ráðgjafi, nei það gengur bara ekki upp !
Runólfur þessi hefur starfað með Samfylkingunni (Samspillingunni), flokki félagsmálaráðherra. Ásta sagðist ekki vilja fullyrða að pólitík hefði skipt máli við ráðninguna. „Fólk verður bara að meta það sjálft.“
Orð meistarans " Ég þekki mína , og mínir þekkja mig"
![]() |
Ætlar að krefjast rökstuðnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hörku nagli.......
Fimmtudagur, 29. júlí 2010
Björgólfur Thor Björgólfsson kaupsýslumaður
en fór hann ekki illa með gott tækifæri við og eftir kaup á Landsbanka Íslands ? - hefði gjarnan viljað sjá þá feðga ásamt öðru góðu reyndu starfsfólki reka bankann með og fyrir fólkið í landinu .... !
![]() |
Gagnrýnir einkavæðinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vissulega sjálfsagt að skoða þetta mál ......
Miðvikudagur, 28. júlí 2010
hverjum dettur annars í hug að þegar samið sé að bara annar aðilinn þurfi að gefa eftir - borðleggjandi frá upphafi að sjávarauðlindir ofl yrðu að renna inn í þessa ESB "púllíu"
þurfum við ekki að vara okkur á svona "risa" eins og Evrópusambandið er ..............
![]() |
Jón vill hætta viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ræður íslenskt dóms og réttarkerfi við þetta hér heima ?
Föstudagur, 9. júlí 2010
Ég bara ekki svo viss um það svo vel fari, þannig að ef allir hafa áhuga á réttlátum sem og hlutlausum dómsniðurstöðum þá tel ég réttast að þetta mál verði klárað td fyrir dómstólum á Manhattan í New York
Við fólkið í landinu eigum heimtingu á óhlutlægri sem og réttlátri niðurstöðu !
![]() |
Réttarhöldin ættu heima á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Segjum okkur frá Schengen ..........
Fimmtudagur, 8. júlí 2010
hefðum vissulega aldrei átt að ganga inn í þetta "bandalag" svokallaðra Schengen-ríkja
nýtum okkur hnattlegur lands okkar sem eyþjóð til að komast undan þessu eða vegur þyngra að komast í erlendar nefndir og fá að taka þátt í einhverskonar PTN samstarfi með meiru.
![]() |
Ólöglegir innflytjendur njóta aðstoðar frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hagsmunagæsla blúndu kalla og kellinga frá Brussel .............
Miðvikudagur, 7. júlí 2010
Ekki get ég nú beint séð þetta fyrir mér.....
innrásarspútnika frá Evrópusambandinu sem hér vilja riðlast á íslensku atvinnulífi ...... onei......
minnir óneitanlega á afdankaða forgangsröðun íslenskra stjórnvalda; eins og "bann" við súludans
![]() |
Ísland hætti hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einhverjum gæti snúist hugur ......
Þriðjudagur, 6. júlí 2010
ég veit það svo sem ekki en...... ég er næstum bara næstum á því að ESB sé kanski ekki lausnin en fjanda kornið þetta getur ekki versnað meira en orðið er - hér lagast ekki neitt í þessu ónýta eftirlits og dómskerfi - er ekki hótinu skárra að þekkja ekki þá sem kæmu til með að skipta þessum svokölluðu auðlindum sem og bankamálum á milli sín þe með inngöngu í þetta risa umhverfi sem margir vilja staðsetja eyþjóðina í en to tre .......
Áður en lengra er haldið, eru virkilega engir raunverulegi föðurlandsvinir sem geta tekið að sér ábyrgð og haft heiðarleikan að leiðarljósi, hugsað um fjöldann frekar en fámennið - reist við dóms og lagakerfið og farið eftir því......... !!!Ef ekki, kveðjum þá Ísland og göngum í Evrópusambandið.
![]() |
Össur: ESB hefði komið í veg fyrir efnahagshrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Macau, vafasöm viðskipti, vændis og fíkniefnabæli......
Fimmtudagur, 1. júlí 2010
en það réttlætir kanski ekki gerðir "leiðtoganna" Streingríms og Jóhönnu að ætla sér að knésetja alla þá sem komu nálægt einhverskonar útrás hér ekki fyrir svo löngu - ákvarðanataka í reiðiskasti eða af illskunni einni saman kann ekki góðri lukku að stýra - sjaldan ef ekki aldrei !
Það hefur löngum verið talið og sagt að Macau sé staður vafasamra viðskipta - hafa fengið að vera í friði td fyrir Kínverskum stjórnvöldum því hér geta þau sem og nokkrar Asíu þjóðir fylgst betur með "ósómanum" og kanski haft áhrif úr fjarlægð.
![]() |
Verulegur hagnaður hefði orðið í stað töluverðs tjóns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn í sókn .........
Fimmtudagur, 1. júlí 2010
en hvar stæði hann ef allt það Sjálfstæðisfólk sem hefur verið og er á "gráu" svæði vikji eins og svo oft hefur verið farið fram á ?
ég er nokkuð viss um að þessi flokkur þe Sjálfstæðisflokkurinn væri með um eða yfir 50% fylgi ef þeir/þau sem legið hafa undir "þungu" ámæli frá flokksfélögum sem og mörgum einstaklingum út í þjóðfélaginu vikju td af þingi, úr borgar sem og bæjarstjórnarstöðum.
Að sitja sem fastast og það í óþökk svo margra sem og á kostnað lítils en sterks samfélags; NEI
![]() |
Sjálfstæðisflokkur í sókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)