Árið sem ég fann "beljuhreiðrið"

Við Helguvog, Myvatni
 
 það voru kusur ekki langt frá því sem tjaldað var - eins og margir ungir menn gera þá fór ég í smá "könnunarleiðangur" og kom við þar sem kusurnar voru, ein af þeim lá í rólegheitunum og jórtraði en önnur meira svona "hringaði" sig niður í túnið, nú þegar ég kom að þá náttúrulega þarf aðeins að láta heyra í sér þannig að kusurnar ruku aðeins til og þær sem lágu "stukku" upp og þegar þessi sem var "hringuð" niður stóð upp þá kom í ljós tja gettu nú ? 2 stykki af mjölkurhyrnum sem hún hafði þá legið á þessi "elska" " semsagt beljuhreiður "undur og sórvirki", hreikkinn stökk ég heim í tjald og tilkynnti fundinn, man næstum eins og það hafi skeð í gær það trúðu mér allir ;) þannig varð sagan um beljuhreiðrið til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Verst að vita ekki hvar Helguvog er svo maður geti farið í mjólkufernutínslu yfir varptímann.

Offari, 3.12.2009 kl. 21:05

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er hræddur um að "kusur" heyri sögunni til þarna - svo hreiðrin eru þá enginn við Helguvog - en það eru nú "kusur" víðar en þarna tel ég vera ;)

Jón Snæbjörnsson, 3.12.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góður...beljuhreiður! Ok, ég er alin upp í sveit og kannast við beljur en ekki hreiður þeirra!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.12.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svona nokkuð held ég að geti bara skeð hjá borgarbörnum eins og mér í þá daga - en þetta eru stór hreiður get ég sagt þér, risa stór

Jón Snæbjörnsson, 4.12.2009 kl. 08:37

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Nýlenustrákur hefur haft ímyndunarafl í lagi ;)

Kveðja frá Nýlendustelpunni.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.12.2009 kl. 09:12

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Nýlendustelpa, einn úti í náttúrunni fátt um að vera en sjálfum sér nógur

mvh Nýlendustrákur

Jón Snæbjörnsson, 4.12.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband