Skattur á skatt ofan !

Öll verzlun kemur til með að hægja stórlega á sér og jafnvel stoppa alveg í sumum tilvikum - ofursskatta - sekta og lögregluríki kann ekki góðri lukku að stýra

Mannsal þrífst í "skugga" núverandi ríkisstjórnar og  það betur en nokkurntíma áður !!

mynd

Hvar er þessi félagshyggjustjórn sem átti að koma  ? þetta er kanski "vinstri" skilgreining á félagshyggju ?

 

Þið sem kusuð þessa stjórn, grunaði ykkur þetta ?

 

Sjálfstæðisflokkur ! takið til hjá ykkur og ávinnið ykkur  "traust" þjóðarinnar á ný til og takið við stýrinu !

því fyrr því betra

 


mbl.is Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Maður opnar ekki útvarp eð les blöð án þess að þetta klingi í eyrum..Sjálfsagt betra að hækka skatt á þessum vörum en öðrum..En álögur hér og álögur þar hægja bara á hagkerfinu:(

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.11.2009 kl. 12:58

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

"næstum" hættur að hlusta á fréttir - hræddur er ég um að við stefnum í vond mál ef heldur sem horfir með stefnu ríkistjórnarinnar

Jón Snæbjörnsson, 25.11.2009 kl. 14:07

3 identicon

Sæll

Mér þætti gaman af að sjá rökin fyrir því sem þú segir með að mansal þrífist í skjóli núverandi ríkisstjórnar. Frá mínum sjónarhóli er það alls ekki rétt. Frjálshyggjustjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lét hjá leggjast að gera nokkuð í þessum málaflokk í góðærinu - ef frá má telja "nefnuna" hans Björns Bjarna um þennan málaflokk sem varla leit dagsins ljós. Í staðinn var svo skorið niður í ýmsum málaflokkum, s.s. hjá Neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis að lítið var eftir af sérhæfðu starfsfólki og álagið eftir því.

Núna hafa kaup á vændi verið gerð refsiverð sem er vel - það sem næst þarf að gera er að fara í gagngera skoðun á því hverjir það eru sem kaupa vændi - það er EFTIRSPURNINNI um að kenna en ekki framboðinu. Sums staðar þar sem vændi er löglegt - s.s. Hollandi þar er veruleikinn verri en áður og annarri glæpastarfsemi fleytt fram í kjölfarið.

Ef að horft er yfir hvernig ríkisbáknið þandist út í stjórnartíð S og B þá er undarlegt hvernig á sama tíma var skorið niður í fyrrgreindum málaflokki. Vændi þrífst nefnilega líka í góðæri!

Komdu nú með rökin fyrir þessu.

Herdís (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 23:50

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Vændi þrífst best þar sem fólk er hvað mest "afskipatalaust" af hálfu hins opinbera sem og samfélagsins - ég tel nokkuð öruggt að framboðið er mun meira en eftirspurnin, fréttir staðfesta það undanfarnar vikur / mánuði. Boð og bönn eru ekki endilega besta vörnin við því sem við viljum ekki láta viðgangast heldur þarf að vinna með hlutunum, sumt hverfur aldrei sama hvernig sektum er háttað, frekar að allt verði "harðara" og "dýpra" - sem er ekki góð þróun þe vilja ekki og geta ekki horft á alvarleikann "berum" augum.

Stundum betra að viðurkennan vandann, hafa hann sýnilegan, óbeint geta stjórnað honum til að missa ekki úr böndum.

Jón Snæbjörnsson, 26.11.2009 kl. 10:33

5 identicon

Já - en nú herma fréttir líka að þessi vandi sé búin að vera undirliggjandi í langan tíma.

Þau samfélög þar sem vændi hefur verið leyft hafa ekki reynst farsæl - sbr. Holland. Danir hafa auk þess haft af því áhyggjur að við höfum bannað kaupin hér - þá séu þeir að verða eina norðurlandið sem ekki gerir það og miðstöð.

Það er auðvitað eftirspurnin sem þarf að taka á - án eftirspurnar þrífst ekki vændi. Ef að súlustaðir eru bannaðir þá er erfiðara að komast í framboðið. Veruleiki þeirra kvenna sem leiðast út í vændi er í flestum tilfellum dapur - byggt á skýrslu m.a. frá ÖSE og þess vegna finnst mér alrangt að lögleiða það.

Málið er bara að með aukinni klámvæðingu síðustu ára - og að mál eins og KSÍ sé liðið án þess að stjórnin fari frá - segir manni bara eitt: Siðferðiskennd okkar er orðin of þanin og of margt hefur liðist hér sem ætti ekki að vera til í dag.

Þess ber að geta að ég hef sótt nokkra fundi einmitt um vændi, mansal og kynbundið ofbeldi - m.a. á vegum Samfylkingarinnar. Þar kemur veruleikinn fram eins og hann hefur verið síðustu ÁR en ekki bara núna. Með því hlýtur að mega hrekja það að fólk sé ekki að horfast í augu við vandann - raunar á að uppskera herör gegn slíkum viðbjóði sem mansal er.

Herdís (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 19:12

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Já Herdís, ég tel nokkuð víst að þessiháttar "starfssemi" sé búinn að vera viðloðandi í mörg ár - man frá fystur sjávarútvegssýningu fyrir rúmum 20 árum þá flykktust hingað "kvennfólk" erlendis frá sem og það sem til var hér heima - "greininn" eða svona starfsemi er ekki ný svo mikið er víst - var ekki strafrækt hér á fyrrihluta síðustu aldar staður sem var kallaður ´"Krónan" einhverskonar veitingarhús - ekki viss en tel mig hafa heyrt um þetta.

Til eru margar ljótar sögur af "mannsali" og ekki hefur dregið úr þeirri þróunn eftir að opnaðist til austur evrópu - margt ljótt þar sem ekki er verjandi á nokkurn hátt - kaupandinn veit þó kanski ekki söguna alla þegar viðskiptin fara fram ? þekki ekki nógu vel nema það sem ég hef lesið í blöðum - margt ófagurt.

Það má efluast taka á þessum þáttum jafnhliða þe "framboðinu" sem og "eftirspurninni" - við ´"sjáum" ótrúlegasta fók falla í þessa "freistni" af báðum kynum, sorglegt !

KSI er sér kapituli - þeir hefðu átt að taka á þessu STRAX - ég er hættur að skilja þetta þjóðfélag - hvergi virðist vera hægt að finna "öruggt" skjól.

Mér finnst oft umræðan koma meira frá kvennfólkinu heldur en karmönnunum ? afhverju veit ég ekki - erum við verri á einhvern hátt ? strákar "stundum" tala öðruvísi ekki allir "sumir" svona "gálgahúmor" sem leggst misvel í fólk og þá kanski sérstaklega kvenfólk.

Ég er ekki talsmaður "vændis" eða "mannsals" - mín vegna má herða á sektum á þeim sem kaupa vændi sem og þeim sem bjóða sig til sölu - legg þó þunga áherzlu á að sofna ekki á verðinum, svona nokkuð hverfur aldrei því getur verið betra að fara varlega til að varna því að starfssemi sem þessi fari ekki í "undirheima" sem væri að ég tel hið versta mál fyrir alla.

Jón Snæbjörnsson, 26.11.2009 kl. 21:04

7 identicon

Takk fyrir svarið :)

Sýnist við vera "nokkuð" sammála. Sjálfri finnst mér vera eitt af því mikilvægasta að höfða til siðferðisvitundar fólks - jafnt karla sem kvenna. Kannski mætti nýta ríkisfjölmiðilinn eitthvað - jafnvel að fjalla um veruleika margra þeirra kvenna sem koma hingað "austanfrá" og þá neyð sem rekur margar þeirra út í slíkan bransa.

Líklega er ekki nein ein leið rétt svo ég segi eins og þú - það er best að sofna bara ekki á verðinum - vera þess vitandi að líklega verður þetta alltaf til, en að reyna að sporna á móti.

Ég veit hins vegar vel að flestir karlmenn eru góðir - eins og flestar konur. Umræðan er tækluð frá vissu sjónarhorni - örugglega út frá því að í fleiri tilfellum eru það karlar sem eru eftirspurnin (þá er ég að tala um mansal út frá vændi). En ég held að þeir karlmenn sem á annað borð láta sig málið varða - og tala um það, eins og þú gerir - þeir eru alls ekki lakari málsvarar samfélagsins í þessu efni.

Bestu kveðjur,

Herdís Björk

Herdís (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 19:43

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Já við erum að mestu sammála Herdís Björk - svona málefni sem og svo mörg önnur eiga að vera óháð flokkum - manngæskan mætti koma víðar við en gert er og þá í víðu samhengi

hafðu það sem allra best

mbkv

Jón

Jón Snæbjörnsson, 1.12.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband