Fyrirgreiðslupólitík hjá Reykjavíkurborg og víðar

„Höfðatorgsmálið ber í senn vott um svæsna fyrirgreiðslupólitík í þágu byggingarfélagsins Eyktar og óráðsíu allra flokka í borgarstjórn nema F-listans," segir í bókun sem Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, lagði fram á fundi á fundi borgarráðs í gær.

„Það liggur fyrir að flutningur á miklum hluta starfsemi borgarinnar í rándýrt leiguhúsnæði Eyktar ehf. með tilheyrandi samningum til langs tíma, samrýmist ekki hagsmunum borgarbúa," segir í bókun sem Þorleifur lagði fram á fundinum í gær.

Að hans mati er hagkvæmast fyrir borgina að eiga það húsnæði sem hún þarf að nota. „Það liggur því fyrir að einkavæðingarstefna meirihlutans hefur og mun stórskaða borgarbúa," segir Þorleifur.

Fulltrúar meirihlutans vísuðu gagnrýni Þorleifs og Ólafs á bug. „Ekkert er hæft í fullyrðingum minnihlutans og skal vakin athygli á því að einn leigusamningur á Höfðatorgi var gerður í meirihlutatíð þeirra," segir í bókun meirihlutans.

Það breitist ekki neitt hjá þessu fólki - en bráðlega er tækifæri að KJÓSA þetta lið út úr "flokkunum" og velja nýtt inn - sama á við í landspólitikkinni - nú viljum við "persónukjör" ekkert sjálfval gæðinga innann flokka - NEI TAKK

http://visir.is/article/20091113/FRETTIR01/251866691


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband