Verja ferðafrelsi - Frelsi fyrir alla segir 4x4

Ferðaklúbburinn 4x4 lýsir ánægju sinni með að Þingvallanefnd hyggist sporna við því að aðgengi almennings að landi innan þjóðgarðsins á Þingvöllum sé heft með lokun á vegum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum sem send er í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um lokaðan veg um sumarbústaðalönd í Gjábakkalandi.

Björgólfur Thor Björg­ólfsson og Kristín Ólafsdóttir, kona hans, eiga sumarbústaðina þrjá í Gjábakka.

Ferðaklúbburinn telur Þingvallanefnd taka gott frumkvæði með þessu.

„Með þessu tekur Þingvallanefnd gott frumkvæði í að verja rétt almennings til að ferðast um náttúru landsins sem er sameign þjóðarinnar en ekki einkaeign einstakra aðila.“

Í tilkynningunni kemur einnig fram að síðustu ár hafi eignarhaldsfélög keypt upp landareignir og mörgum ferðaleiðum lokað.

„Í náttúruverndarlögum er sérstaklega kveðið á um rétt almennings til að ferðast um landið, enda náttúra landsins sameign þjóðarinnar hvað sem líður eignarhaldi. Lagaákvæði sem stefna í sömu átt má einnig finna í vatnalögum og vegalögum.

Lengst af hefur almennt verið góður skilningur landeigenda á þessum rétti almennings til að ferðast um landið og reynsla ferðamanna af samskiptum við bændur þessa lands almennt mjög góð. Á síðustu árum hefur færst mjög í vöxt að þéttbýlisbúar og eignarhaldsfélög kaupa upp landareignir og virðist fylgja því sú óheillaþróun að sett eru upp læst hlið og keðjur sem loka almennum ferðaleiðum og hindra för almennings um náttúruna. Þó svo slíkt sé í flestum tilfellum gert í fullkomnum órétti,
virðist hafa verið tregða til að taka á þessum málum og erfitt fyrir hinn almenna ferðamann að standa á rétti sínum.

Það er því mjög ánægjulegt að Þingvallanefnd taki á málum sem þessum innan þjóðgarðsins og sýni þannig í verki að hún ber hag hins almenna ferðamanns fyrir brjósti.“

Ég er ánægður með að vera félagi í 4x4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það má kannski koma því á framfæri að þau eiga aðeins sumarhallirnar EKKI landið sem hallirnar eru á og hafa því ENGA heimild til þess að takmarka umferð um landið annað væri upp á teningnum ef þau ættu landið.

Jóhann Elíasson, 12.11.2009 kl. 14:14

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Rétt hjá þér Jóhann, þeir eru líka að benda á það meðal annars - nú og svo hitt að þar sem einusinni var skilningur manna á milli til sveita heyrir sögunni til og komast þeir sem vilja td til fjalla oft ekki "möglunarlaust" í gegnun landareignir þessa nýju eigenda stórra landa um allt ísland

Jón Snæbjörnsson, 12.11.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband