Klúður hjá þeim sem fengu Sementverksmiðjuna á silfurfati

Ríkissjóður þurfti að leggja fram um það bil hálfan milljarð króna með verksmiðjunni, auk þess að taka yfir lífeyrisskuldbindingar fyrir sömu upphæð og beita sér fyrir sérsamningi á raforku og undanþágu frá umhverfisskatti sem evrópskar verksmiðjur víðast hvar þurfa að greiða.

Þrátt fyrir ríflegt framlag til einkaaðila, skuldasöfnun Sementsverksmiðjunnar undanfarin ár, samkvæmt lánabók Kaupþings og gríðarlega sementssölu í góðærinu er upplýst að slökkva eigi á kolakyntum sementsofni á Akranesi vegna rekstrarerfiðleika. Þess er krafist að ríkið hlaupi undir bagga, mismuni hinu danska Aalborg Portland og úthýsi svo þjóðin fái aftur notið sements frá Sementsverksmiðju á Akranesi, nú í eigu einkaaðila.

Er þetta verjandi ?


mbl.is Hafa engan áhuga á einokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég kommentaði um daginn hjá einhverjum þegar fréttin var um sementsverksmiðjuna og fannst þetta þvílík lágkúra hjá Aalborg en oftast eru nú tvær hliðar á öllum málum þannig að nú finnst mér Aalborg eiga miklu meiri rétt á sér heldur en þessi á Akranesi sem er í eigu einkaaðila 

Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.8.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sementsverksmiðjan hafði góða möguleika - mun betri en Aalborg í birjun - eins og svo mörgu þá hefur náðst að klúðra þessu og hvert er þá hlaupið ? jú heim til og til baka í "forsjáhyggjuna" - ég tel að tími sé til kominn að ef fyrirtæki standa sig ekki þá fái þau hreinlega að fara á hausinn - ríkið getur ekki endalaust hlaupið undir bagga með allt - þannig lærum við ekki neitt

Jón Snæbjörnsson, 26.8.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband