Eru ekki flest allir á móti þessari sóun á peningum "núna" - peningar sem eru ekki til !

Tónlistar og ráðstefnuhús verði sett á bið - eiða ekki um efni fram, bruðl og óráðsía sem einkennt hefur þessa framkvæmd frá upphafi.

Flottræfilsháttur  eða stjórnleysi ?


mbl.is Vilja að byggingu Tónlistarhúss verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verði það raunin þá fer ég fram á við alla þingmenn að fjárframlög ríkis og bæja til bygginga íþróttamannvirkja verði einnig stoppuð.  Þar fara nú nokkrir milljarðarnir á ári og kosta okkur svo stórfé í viðhaldi.  Svo hafa íþróttafélögin notað þessar eignir sem björgunarhringi þegar þeir hafa farið of glannalega í launamálum við "áhugamennina" sína.  Selt bæjarfélögum aftur og fengið svo húsin gefin á ný!!!  Talandi um að eyða peningum sem eru ekki til, þá ætti að vera hægt að skera stórkostlega niður þar.

Ekkert nema flottræfilsháttur sem gengur á þar.  Hvað kostaði stúkan í Laugardalnum eftir að hafa farið hundruðum milljóna framúr kostnaðaráætlun.  Hvað höfum við með VIP-stúku að gera þar, þar sem bjór, Vín og veigar fljóta meðan á leiknum stendur en almúginn má svo ekki fá sér ölara niðri í almenningnum ???? 

Hvað kostaðu stúkurnar í Kópavogi, við Valsheimilið, við Kaplakrika okkur af opinberu skattfé.  Hvað kemur flutningur Fram úr Safamýrinni til með að kosta, Sundlaugin í Hafnarfirði, Laugardalslaugin og SPAbullið þar.  Talandi um bruðl .... 

Já það má alls ekki stoppa bara við Tónlistar og ráðstefnuhúsið ef það á að stoppa eyðslu og bruðl....  Ég sé sóknarfæri í íþróttamannvirkjunum.

Ég vil svo benda þeim sem ætla að trassa þessa hugmynd mína að öll rökin fyrir að halda áfram að byggja íþróttamannvirki eiga einnig við um tónlistarhúsið.

Örvar (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 08:07

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég legg ekki að jöfnu að stöðva framkvæmdir við Tónlistarhús eða td Egilshöllina þar sem grasrótarstarf fer fram, ekki bara það heldur opið öllum óháð tekjum eða stöðu í þjóðfélaginu og það að kostnaðarlausu eða fyrir lítið

Jón Snæbjörnsson, 27.5.2009 kl. 10:00

3 identicon

Það geri ég hins vegar því byggingin á Egilshöll var alls ekkert annað en bruðl og vitleysa(ef bygging á tónlistarhúsi er það).  Þar yrði nefninlega einmitt unnið því að bæta tónlistarmenningu landsins og það vita allir sem vilja vita að tónlistariðkun eykur stærðfræðikunnáttu svo eitthvað sé nefnt. 

Það er of oft litið framhjá því hve mikið listir skila í þjóðarbúið .... en röðin virðist endalaus af einstaklingingum sem vilja ausa fjármunum í tómstundina íþróttir en ekki tómstundina tónlist .....  Samt eru tónlistarmenn alltaf liðið sem kallað er á þegar sýna að það besta sem landið á, já og rithöfundana og myndlistamennina...  Það eru sjaldnast sóttir einstaklingar sem kunna að halda bolta á lofti !!!!!!!

Örvar (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband