Esju ganga

fór eftir vinnu í dag upp á Esju, ekki upp á topp en upp í skriðurnar fyrir ofan steininn, var í hóp fólks frá Ferðafélagi Íslands en ég hef gengið með þeim nokkrum sinnum sem "boðflenna" upp á Esjuna (geng kanski í félagið), þetta var um 50 manna hópur og var gengið rösklega upp - sumir þó hraðar en aðrið en hópnum var haldið saman eins og kostur var - í hóp er jafnan ekki farið hraðar en sá "lélegasti" eða þannig - við vorum tæpan klukkutíma upp að "stein" þe þeir sem fóru hraðast sem er bara nokkuð gott - aðrir komu svo í kjölfarinu. Gengum svo ofar í fjallið að fyrsta skilti þar sem myndataka af hópnum fór fram í góðum skafli.

Það var frekar hvasst í fjallinu, á tíma blés hann það hressilega að maður gat hallað sér upp í vindinn og látið hann bera sig uppi.

Góður dagur í höfn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Jón Snæbjörnsson, Ég hélt þú vissir að ef ekki er hægt að aka jeppa á staðinn er ekkert varið í að ganga hann.

S. Lúther Gestsson, 3.4.2009 kl. 01:41

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

jaja veit Lúther - og ef ekki er hægt að keyra á svæðið þá má fljúga ;)

Jón Snæbjörnsson, 3.4.2009 kl. 08:53

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Einmitt, en svona fíflagang stundar maður ekki. Þú hefðir getað runnið til og dottið og hlotið afar slæm meiðsl sökum tognunar eða beinbrots.

S. Lúther Gestsson, 3.4.2009 kl. 09:53

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón Snæbjörnsson, 3.4.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband