Hvað hafa þeir til brunns að bera

Nú eru miklar væringar framundan í þjóðmálum hér heima, við kanski sjáum hvert stefnir en það vantar ekki svörin, ráðin, lausnirnar eða hvað það heitir allt saman úr öllum áttum, miklir spekúlantar margir hverjir sitja á hinu háa alþingi og aðrir sem leggja "allt" undir til að komast þangað. Undrast oft hversu margir að okkar "ágætu" alþingisfóki hefur aldrei unnið nokkurn skapaðan hlut, kanski eitt sumar í unglingavinnu en lang stærsta hluta sinn eingöngu í kringum pólitikina, innan floksins, í ráðum, í nefndum en lítið eða ekki neitt með fólkinu í landinu, á sjó, í fisk, í vegavinnu, í byggingavinnu, í náttúrurækt, í ummönnunarstörfum

Hvaða lausn eða kanski frekar skilning hafa þau fyrir alla þá sem eru eða hafa misst lífsviðurværi sitt "vinnuna"

Hvað þarf manneskjan að bera til teljast hæf til þingsetu og teljast fær til að vinna í lausnum á vandamálum sem við þurfum lausn á ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband